Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ákvæði um aukinn stuðning við sauðfjárbændur
Mynd / smh
Fréttir 16. janúar 2018

Ákvæði um aukinn stuðning við sauðfjárbændur

Höfundur: smh

Tvö ákvæði til bráðabirgða, sem ætlað er að styðja við sauðfjárbændur, bættust við reglugerð 1183/2017 um stuðning við sauðfjárrækt með útgáfu reglugerðar í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytingu í dag.

Er þeim ætlað annars vegar að draga úr kjaraskerðingu sauðfjárbænda á árinu 2018 fyrir dilkakjötsframleiðslu ársins 2017 og hins vegar er um að ræða viðbótargreiðslu vegna svæðisbundins stuðnings árið 2018.

Til fyrra verkefnisins verður varið 400 milljónum króna samkvæmt fjáraukalögum 2017 og er um einskiptisaðgerð að ræða. Í reglugerðinni segir: „Rétthafar greiðslu eru þeir framleiðendur sem uppfylla ákvæði 3. gr. reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt, hafa átt 151 vetrarfóðraðar kindur eða fleiri á haustskýrslu 2016 í Bústofni og eru innleggjendur dilkakjöts í afurðastöð á framleiðsluárinu 2017. Greiðslur miðast við innlagt dilkakjöt á framleiðsluárinu 2017 og deilist heildarstyrkupphæð á allt innlagt dilkakjöt þeirra innleggjanda sem eiga rétt á greiðslum samkvæmt ofangreindum skilyrðum. Matvælastofnun annast umsýslu greiðslunnar.“

Viðbótargreiðslur vegna svæðisbundins stuðnings nema 150 milljónum króna og skiptast á milli bænda sem voru rétthafar svæðisbundins stuðnings á síðasta ári samkvæmt ákvæðum þágildandi reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt. Matvælastofnun annast umsýslu með greiðslum.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...