Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Ný stjórn hjá geitfjárbændum. Brynjar Þór Vigfússon formaður, Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, Anna María Flygenring, Hulda Brynjólfsdóttir aramaður og Guttormur Hrafn Stefánsson varamaður.
Ný stjórn hjá geitfjárbændum. Brynjar Þór Vigfússon formaður, Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, Anna María Flygenring, Hulda Brynjólfsdóttir aramaður og Guttormur Hrafn Stefánsson varamaður.
Mynd / smh
Fréttir 27. febrúar 2024

Ákall um meiri stuðning

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Deildarfundur geitfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar. Ljóst er eftir þann fund að Brynjar Þór Vigfússon, Gilhaga í Öxarfirði, verður áfram formaður deildarinnar.

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, á Háafelli í Hvítársíðu, verður einnig áfram í stjórninni og svo kemur Anna María Flygenring, í Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, aftur inn í stjórn.

Ein ályktun var samþykkt frá fundinum um að Bændasamtök Íslands í samráði við stjórnvöld vinni saman að því að styrkja framtíð geitastofnsins og geitfjárræktarinnar með fjármagni og stuðningi, ekki einungis í orði heldur einnig á borði. Stjórnvöld hafi undirgengist ýmsar skuldbindingar varðandi verndun stofnsins sem er enn þá talinn í bráðri útrýmingarhættu.

Þannig megi tryggja áframhaldandi þróun búgreinarinnar og framtíðarsýn ræktunarinnar áfram upp úr útrýmingarhættu.

Vonast eftir meiri þátttöku

Brynjar segir að umræður á fundinum hafi verið fjölbreyttar en einskorðast að mestu við innsendar tillögur sem hafi verið unnar upp úr starfi deildarinnar og úr samtölum við geitabændur. Hann segist líta sáttur til síðasta árs í embætti formanns, þó mögulega hafi mátt gera meira.

„Það er von mín að geitabændur fari að láta sig varða meira starf deildarinnar og komi virkari að starfi deildarinnar. Til að deildin geti haldið öflugu starfi gangandi þarf hún að finna fyrir auknum áhuga frá fleiri geitabændum og finna fyrir aðhaldinu frá þeim.

Það er ósanngjarnt að ár eftir ár leggist það á sömu herðar fárra að láta í sér heyra um geitfjárræktina. Því fleiri sameinaðar raddir er líklegra að hærra heyrist frá lítilli grein,“ segir Brynjar.

Greining á tekjum og gjöldum

Hann telur að markverðustu málefni fundarins hafi snúist um mikilvægi þess að greining á tekjum og gjöldum geitfjárræktarinnar fari fram, þar sem lítið sé um haldbær gögn um stöðu þeirra mála.

Hann segir einnig brýnt að halda áfram vinnu með Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins varðandi kynbótamat og við Heiðrúnu skýrsluhaldsforritið, sem nauðsynlegt sé að koma í rétt horf sem fyrst. Þá liggi mikið á að geitfjárræktin fái aukinn opinberan stuðning þar sem greinin standi gjarnan utan við stuðningskerfið. Huga verði að hvar hún gæti komist að eða vinna að því að nýir stuðningsflokkar verði stofnaðir utan um greinina.

Koma verði á samtali milli deildarinnar og Bændasamtaka Íslands varðandi fjölþættan stuðning við greinina.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...