Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Áhrif samnings við ESB um tollaniðurfellingu og tollalækkun á landbúnaðarvörum?
Fréttir 5. nóvember 2015

Áhrif samnings við ESB um tollaniðurfellingu og tollalækkun á landbúnaðarvörum?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur alþingismaður lagði fyrir á dögunum spurningar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um áhrif samnings við ESB um tollaniðurfellingu og tollalækkun á landbúnaðarvörum. Spurningar Bjarkeyjar og svar var Sigurðar Inga Jóhannssonar er eftirfarandi.


    1.     Hvernig metur ráðherra áhrif samnings við ESB um tollaniðurfellingu og tollalækkun á landbúnaðarvörum á afurðaverð til bænda eftir búgreinum og afurðum?

    Ekki var samið um tollaniðurfellingu og tollalækkun á „viðkvæmumrum“, svo sem kjöti, mjólkurvörum og unnum kjötvörum, heldur var samið um tollkvóta og gagnkvæmni þar sem því var komið við. Tollkvótar sem samið var um kunna í einhverjum tilfellum að setja verðþrýsting á einstakar vörur. Þess ber þó að geta að nú þegar er verið að flytja inn nauta-, svína- og alifuglakjöt þannig að verðþrýstingur er að einhverju leyti þegar kominn fram. Þetta á þó ekki við um almennan ostakvóta.

    Rétt að halda því til haga að vorið 2011 fóru Landssamtök sláturleyfishafa og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði þess á leit við stjórnvöld að þau beittu sér fyrir samningum við ESB um stærri tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir lambakjöt og skyr á markaði sambandsins. Á sama tíma óskaði Svínaræktarfélag Íslands eftir því við ráðuneytið að greininni yrði tryggður útflutningskvóti til ESB.

    2.     Hvaða áhrif telur ráðherra að samningurinn hafi á markaðshlutdeild íslenskrar framleiðslu á innanlandsmarkaði, þ.e. lambakjöts, nautakjöts, kjúklingakjöts, svínakjöts, eggja og unninna mjólkurvara?

    Ekki var samið um tollkvóta til Íslands fyrir lambakjöt og egg. Áhrif á markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu eru komin fram að einhverju leyti hvað varðar nautakjöt, kjúklingakjöt og svínakjöt, eins og fram kemur í svari við 1. lið. Aukinn ostakvóti til Íslands gæti komið til með að taka eitthvað frá innlendum ostum, en það mun aðeins gerast ef markaðurinn stendur í stað. Á því virðast þó litlar líkur sé litið til fólksfjölgunar og væntinga um stóraukinn fjölda erlendra ferðamanna á næstu árum.

    3.     Hvaða áhrif telur ráðherra að samningurinn hafi á heildartekjur einstakra búgreina að teknu tilliti til áhrifa á verð til framleiðenda?

    Ekki er gert ráð fyrir að heildartekjur einstakra búgreina lækki sem neinu nemur fyrir nauta-, svína- og kjúklingakjöt frá því sem nú er. Það kann þó að hafa áhrif á ostamarkaðinn og unnar kjötvörur. Erfitt er að leggja mat á þessi áhrif, m.a. byggist það á því hvernig heildarmarkaðurinn þróast að magni til og eins hvernig til tekst í vöruþróun á unnum landbúnaðarvörum. Áhrif á verð til framleiðenda ræðst af því hvernig til tekst í vöruþróun og af stærð markaðarins að 3–5 árum liðnum. Þá er einnig vakin athygli á því að ákveðin sóknarfæri eru inn á markað í Evrópusambandinu í formi gagnkvæmra tollkvóta sem mun skila sér í hærra verði til afurðastöðva landbúnaðarins sem ætti að geta skilað hærra verði til bænda en ella.

    4.     Hver eru ætluð áhrif auðveldara aðgengis fyrir íslenskar búvörur að innri markaði ESB á framleiðslumagn og verðþróun íslensks landbúnaðarvarnings?

    Ekki hefur verið lagt verðmætamat á áhrif auðveldara aðgengis fyrir íslenskar búvörur að innri markaði ESB, enda ekki ljóst hvort tekst að nýta þau tækifæri að fullu, a.m.k. fyrst í stað. Hér ber enn að hnykkja á því að frumkvæði að samningum við ESB er komið frá bændum sjálfum.

    Það er álitamál hvaða verð fást fyrir útflutningsvörur og hver samsetning þeirra verður. Hins vegar má t.d. benda á að spurn eftir skyri frá Íslandi er mjög mikil.

    Landssamband kúabænda hefur lagt mat á það magn sem um er að ræða, sjá eftirfarandi töflu:
             Innflutningskvóti frá ESB, kg            Lítrar á fitugrunni                Lítrar á próteingrunni
Ostur                  380.000                                          3.500.000                        2.700.000
Sérostur              280.000                                          2.600.000                        2.000.000
                           Alls, lítrar                                       6.100.000                       4.700.000

              Útflutningskvóti frá Íslandi, kg  
Skyr                    4.000.000                                        150.000                          12.000.000
Smjör                  500.000                                           10.500.000                     700.000
Ostur                   50.000                                             400.000                          300.000
Alls, lítrar  11.050.000  13.000.000

   

5.     Hafa heildaráhrif samningsins á vísitölu neysluverðs verið metin og ef svo er, hver eru þau?

    Heildaráhrif á vísitölu neysluverðs hafa ekki verið metin. Almennt má þó segja að meiri samkeppni ætti að leiða til lægra verðs. Þetta á sérstaklega við um unnar landbúnaðarvörur.

    6.     Telur ráðherra að samningurinn verði til þess að lækka neytendaverð á þeim vörum sem hann nær til? Verður fylgst með því að svo verði og gripið til einhverra ráðstafana ef ætluð verðlækkun skilar sér ekki?
    Samningurinn verður til þess að lækka verð til neytenda, einkum á vörum í þeim tollskrárnúmerum sem tollar falla niður á, þ.e. unnum landbúnaðarvörum sem falla undir bókun 3 við EES-samninginn, frönskum kartöflum, ís og villibráð. Meiri vafi leikur á um vörur sem háðar eru tollkvótum.

    Um árabil hafa stjórnvöld styrkt verðlagseftirlit ASÍ í þeirra viðleitni að upplýsa neytendur um þróun verðlags á matvörum, m.a. þegar breytingar hafa verið gerðar á opinberum gjöldum sem ættu að skila sér í vasa neytenda í lækkuðu vöruverði.

    7.     Hefur verið lagt mat á líkleg áhrif aukins skyrkvóta til ESB á íslenska mjólkurframleiðslu og ef svo er, hver eru ætluð áhrif?

    Samkvæmt upplýsingum frá mjólkuriðnaðinum hefur ekki verið lagt sérstakt mat á hvaða áhrif aukinn skyrkvóti til ESB muni hafa á mjólkurframleiðslu í framtíðinni. Í dag er framleiðslan svo mikil að það er til nægt prótein í landinu miðað við mjólkurframleiðslu ársins í ár til að anna þessum 4.000 tonnum af skyri sem Ísland fær á næstu fjórum árum að flytja án tolla inn í Evrópusambandið. Skyrframleiðsla upp á 4.000 tonn kallar á 12–14 milljón lítra af undanrennu, eftir því hvort um er að ræða skyr með bragðefnum í eða hreint óblandað skyr.
 

Hretið seinkar vorverkum
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhr...

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum
Fréttir 13. júní 2024

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum

Í byrjun maí sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, erindi til matvælaráðuneytisins þ...

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem ...

Bein og langvinn áhrif á búgreinar
Fréttir 13. júní 2024

Bein og langvinn áhrif á búgreinar

Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á...

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.