Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Áhætta af innflutningi á lifandi búfé talin veruleg
Fréttir 9. september 2015

Áhætta af innflutningi á lifandi búfé talin veruleg

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvænt tveimur skýrslum sem lagðar hafa verið fram og lagt er áhættumat á innflutningi á lifandi búfé er sagt að áhættan við slíkt sé verulegt.

Í frétt á heimasíðu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að ef innflutningur á lifandi nautgripum, hestum og sauðfé yrði gefinn frjáls séu taldar miklar líkur á að sjúkdómar færu að gera vart við sig í íslenskum dýrum og kostnaðurinn t.d. vegna garnaveiki í nautgripum gæti numið allt að 2 milljörðum króna.

Annars vegar er skýrsla unnin af Dr. Preben Willeberg fv. yfirdýralækni í Danmörku, sem ber heitið „Áhættumat vegna innflutnings lifandi dýra í frjálsu flæði samkvæmt reglum ESB“ og hins vegar skýrsla unnin af  Dr. Daða Má Kristóferssyni landbúnaðarhagfræðingi hjá Háskóla Íslands sem ber yfirskriftina „Efnahagslegar afleiðingar garnaveiki í nautgripum fyrir íslensk kúabú“.

Beðið var um fyrri skýrsluna á meðan á aðildarumsókn Íslands að ESB stóð, en seinni skýrslan var unnin miðað við ofangreint áhættumat til að meta hugsanlegan kostnað, sem gæti hlotist af sjúkdómum í íslenskum dýrum í kjölfar ofangreinds innflutnings.

Í áhættumatinu er fyrst og fremst verið að meta áhættuna af því að flytja inn lifandi dýr frá Danmörku, þar sem talið er líklegt að íslenskir bændur myndu sækja sér efnivið í kynbætur sínar þaðan og enn fremur er talið mjög trúverðugt að miða við Danmörku, sem er þekkt fyrir ágætt sjúkdómsástand og stjórnun á dýraheilbrigði miðað við önnur ESB lönd.

Megin niðurstaða áhættugreiningarinnar er, að strax á fyrsta ári eftir að innflutningur hæfist væru miklar líkur á að sjúkdómar færu að gera vart við sig í íslenskum dýrum og að þessi áhætta myndi aukast með hverju ári þar á eftir. Samkvæmt greiningunni eru miklar líkur á að nautgripastofn garnaveikibakteríunnar og Salmonella Dublin bærist í nautgripi hér á landi og afleiðingar  sýkinganna yrðu líklega miklar.

Sérstök athygli er vakin á þeirri greiningu, að miklar líkur eru taldar á að veiran sem veldur mæðivisnu sjúkdóminum bærist í sauðfé og geitur hér á landi með innflutningi á lifandi dýrum, en eins og kunnugt er þá var þessum sjúkdómi útrýmt hér á landi á síðustu öld með gríðarlegum tilkostnaði ríkisins og sársaukafullum  fórnum sauðfjárbænda vegna niðurskurðar á bústofni þeirra.

Í kostnaðarmati um afleiðingar af því, ef innflutningur á lifandi dýrum yrði gefin frjáls var einungis gerð athugun á efnahagslegum afleiðingum á því að garnaveiki kæmi upp í íslenskum nautgripum. Talið var of umfangsmikið og tímafrekt  að taka fleiri sjúkdóma til skoðunar. Talið er að heildartjón vegna þessa sjúkdóms gæti numið allt að 2 milljörðum króna, en útreikningur á kostnaðinum byggist á forsendum um líkur á smiti, endalegt hlutfall smitaðra hjarða og samdrátt í virði framleiðslunnar. Tekið er fram að óvissuþættir séu margir og þess vegna fylgja útreikningunum næmnigreiningar á helstu lykilforsendum, s.s. um útbreiðsluhraða, útbreiðslu og kostnað vegna afurðataps.

Ljóst er að niðurstöður þessara skýrslna styrkja þann málflutning sem íslensk stjórnvöld hafa haldið fram og þær eru veigamikið gagn þegar rökstyðja þarf þá meginkröfu Íslands að þörf sé á sérstökum  reglum varðandi dýraheilbrigði við innflutning á lifandi dýrum.

Skýrsla Preben Willeberg

Skýrsla Daða Más Kristóferssonar

Inngangur að skýrslunum

 

Skylt efni: innflutningur | Búfé

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...