Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Góð uppskera var af spergilkáli og blómkáli í haust, þrátt fyrir erfiðar aðstæður í vor.
Góð uppskera var af spergilkáli og blómkáli í haust, þrátt fyrir erfiðar aðstæður í vor.
Mynd / Bbl
Fréttir 14. desember 2023

Ágæt uppskera þrátt fyrir kalt vor

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt uppskerutölum úr útiræktun grænmetis, sem bændur hafa sjálfir skráð, er heildaruppskeran heldur meiri í ár en undanfarin tvö ár.

Helgi Jóhannesson.

Talsvert meiri uppskera var af blómkáli og spergilkáli en á síðasta ári, en svipuð í kartöflum, gulrótum og gulrófum. Minna er af kínakáli, hvítkáli og rauðkáli miðað við síðasta ár.

„Í heild mega bændur vera nokkuð ánægðir með uppskeruna þar sem vorið var blautt og kalt og fræ og plöntur fóru seint niður og vöxtur hægur til að byrja með,“ segir Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins. Uppskeran kom því seinna á markað en í meðalári, að sögn Helga.

„En gott haust gerði það að verkum að heildaruppskera varð ágæt í mörgum tilvikum.

Tölur um hektara í ræktun liggja ekki fyrir og því ekki hægt að draga miklar ályktanir um ástæður þessara breytinga milli ára,“ segir Helgi.

Uppskerutölur úr útiræktun grænmetis samkvæmt skráningu bænda. Magn er í tonnum eftir tegundum.

Skylt efni: uppskera | grænmeti

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...