Afurðastöðvum verði heimilt að sameinast eða skipta með sér verkum
Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um sem snýr að breytingum á búvörulögum. Flutningsmaður frumvarpsins er Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í norðvesturkjördæmi.
Frumvarpið felur í sér breytingar á þann hátt að þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga er afurðastöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara.
Slíkt gæti meðal annars falið í sér að samræma flutning sláturgripa og við dreifingu afurða.