Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Afurðasala óheimil
Fréttir 25. ágúst 2023

Afurðasala óheimil

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Óheimilt er nú að bjóða til sölu eða selja grágæs og afurðir hennar. auk þess sem bannað er að flytja hana út.

Fyrr á árinu var lagt til af umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu að ráðist yrði í aðgerðir til að sporna við fækkun í grágæsastofni hérlendis. Voru þær tillögur settar fram á grundvelli AEWA-samkomulagsins, sem Ísland er aðili að auk 84 annarra ríkja, um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. Í því sambandi voru nefndar tillögur um að aðgerðir yrðu tvíþættar; annars vegar yrði veiðitímabil stytt umtalvert og hins vegar bann lagt við sölu grágæsaafurða. Niðurstaðan varð sú að veiðitímabil var ekki stytt á grundvelli þeirrar reglugerðarbreytingar sem um ræðir og helst því óbreytt, en bann er lagt við sölu grágæsa og grágæsaafurða.

Bannið mögulega endanlegt

„Bændasamtök Íslands telja þá lendingu heppilegri,“ segir Þorvaldur Birgir Arnarsson, lögfræðingur samtakanna á sviði umhverfis-, loftslags- og auðlindamála.

„Ekki síst í ljósi þess að bændur í akuryrkju þurfi að hafa verkfæri til að verjast ágangi gæsa. Samtökin lögðu í umsögn sinni um málið til að skýrt yrði tekið fram í reglugerð að bann við sölu afurða gilti til 1. ágúst 2026, svo sem fram var tekið í lýsingu reglugerðarbreytingar í samráðgátt stjórnvalda,“ segir hann. Það gekk hins vegar ekki eftir í endanlegri reglugerð og því meiri líkur en minni á að bannið verði jafnvel endanlegt.

Þorvaldur segir jafnframt að 

Bændasamtökin leggi áherslu á mikilvægi þess að sannreyna stöðu stofnsins með áreiðanlegum talningum á þessum næstu þremur árum, áður en fyrir liggur sameiginleg alþjóðleg stjórnunar- og verndaráætlun Íslendinga og Breta. „Skotveiðifélag Íslands vék að því í umsögn sinni um málið að veiðarnar í dag valdi ekki stórfelldri fækkun en sjálfsagt sé að setja á sölubann tímabundið til að hjálpa stofninum að ná sér á strik,“ segir Þorvaldur.

Erfitt að sjá hvort verkuð afurð sé af grá- eða heiðagæs

Nú er því óheimilt að flytja út, bjóða til sölu eða selja grágæs og afurðir hennar en þó leyfilegt að selja uppstoppaða grágæs. Útflutningur á grágæsaafurðum er bannaður.

Í umsögnum frá veiðimönnum kom meðal annars fram að erfitt geti reynst að sýna fram á hvort verkuð bringa af gæs, eða aðrar gæsaafurðir, séu af grágæs frekar en heiðagæs. Verði því grágæs mögulega seld t.d. veitingahúsum sem heiðagæs. Því hefði verið farsælla að setja bann við sölu afurða allra gæsa.

Skylt efni: grágæs

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...