Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Áformað að stækka mjólkurbúið í Flatey um helming
Fréttir 27. október 2014

Áformað að stækka mjólkurbúið í Flatey um helming

Höfundur: Vilmundur Hansen

Selbakki, dótturfyrirtæki útgerðarfyrirtækisins Skinney-Þinganes, stefnir að því að stækka mjólkurbú sitt að Flatey á Mýrum um helming og yrði búið stærsta kúabú landsins með um 230 mjólkurkýr.

Gunnar Ásgeirsson, stjórnar­formaður Skinney-Þinganess, segir að í dag séu á milli 100 og 115 mjólkurkýr á búinu en það sé í skoðun að stækka búið um helming.

„Á búinu eru tveir mjaltaróbótar og hugmyndin er að þeir verði fjórir og kýrnar milli 200 og 230. Uppbygging af þessu tagi tekur tíma þar sem það er ekki nóg að byggja fjósið því það verður að byggja stofninn upp líka en við stefnum að því að vera búnir að því á næsta eða þarnæsta ári.“

Í dag er Selbakki með greiðslumark fyrir 700 þúsund lítra og er gert ráð fyrir að það tvöfaldist þegar stækkuninni er lokið. Gunnar segir að mjólkinni sé ekið á Egilsstaði og hún unnin þar og að svo verði áfram.

Samkvæmt því sem fram kemur í fundargerð bæjarráðs Hafnar 27. maí síðastliðinn er tekið vel í hugmyndina um stækkun búsins og felur bæjarráð byggingafulltrúa að gefa út viðeigandi leyfi til stækkunar mjólkurbúsins. Útgáfa byggingarleyfis verður gefið út þegar öll gögn varðandi stækkunina liggja fyrir. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...