Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Áformað að stækka mjólkurbúið í Flatey um helming
Fréttir 27. október 2014

Áformað að stækka mjólkurbúið í Flatey um helming

Höfundur: Vilmundur Hansen

Selbakki, dótturfyrirtæki útgerðarfyrirtækisins Skinney-Þinganes, stefnir að því að stækka mjólkurbú sitt að Flatey á Mýrum um helming og yrði búið stærsta kúabú landsins með um 230 mjólkurkýr.

Gunnar Ásgeirsson, stjórnar­formaður Skinney-Þinganess, segir að í dag séu á milli 100 og 115 mjólkurkýr á búinu en það sé í skoðun að stækka búið um helming.

„Á búinu eru tveir mjaltaróbótar og hugmyndin er að þeir verði fjórir og kýrnar milli 200 og 230. Uppbygging af þessu tagi tekur tíma þar sem það er ekki nóg að byggja fjósið því það verður að byggja stofninn upp líka en við stefnum að því að vera búnir að því á næsta eða þarnæsta ári.“

Í dag er Selbakki með greiðslumark fyrir 700 þúsund lítra og er gert ráð fyrir að það tvöfaldist þegar stækkuninni er lokið. Gunnar segir að mjólkinni sé ekið á Egilsstaði og hún unnin þar og að svo verði áfram.

Samkvæmt því sem fram kemur í fundargerð bæjarráðs Hafnar 27. maí síðastliðinn er tekið vel í hugmyndina um stækkun búsins og felur bæjarráð byggingafulltrúa að gefa út viðeigandi leyfi til stækkunar mjólkurbúsins. Útgáfa byggingarleyfis verður gefið út þegar öll gögn varðandi stækkunina liggja fyrir. 

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...