Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Áformað að stækka mjólkurbúið í Flatey um helming
Fréttir 27. október 2014

Áformað að stækka mjólkurbúið í Flatey um helming

Höfundur: Vilmundur Hansen

Selbakki, dótturfyrirtæki útgerðarfyrirtækisins Skinney-Þinganes, stefnir að því að stækka mjólkurbú sitt að Flatey á Mýrum um helming og yrði búið stærsta kúabú landsins með um 230 mjólkurkýr.

Gunnar Ásgeirsson, stjórnar­formaður Skinney-Þinganess, segir að í dag séu á milli 100 og 115 mjólkurkýr á búinu en það sé í skoðun að stækka búið um helming.

„Á búinu eru tveir mjaltaróbótar og hugmyndin er að þeir verði fjórir og kýrnar milli 200 og 230. Uppbygging af þessu tagi tekur tíma þar sem það er ekki nóg að byggja fjósið því það verður að byggja stofninn upp líka en við stefnum að því að vera búnir að því á næsta eða þarnæsta ári.“

Í dag er Selbakki með greiðslumark fyrir 700 þúsund lítra og er gert ráð fyrir að það tvöfaldist þegar stækkuninni er lokið. Gunnar segir að mjólkinni sé ekið á Egilsstaði og hún unnin þar og að svo verði áfram.

Samkvæmt því sem fram kemur í fundargerð bæjarráðs Hafnar 27. maí síðastliðinn er tekið vel í hugmyndina um stækkun búsins og felur bæjarráð byggingafulltrúa að gefa út viðeigandi leyfi til stækkunar mjólkurbúsins. Útgáfa byggingarleyfis verður gefið út þegar öll gögn varðandi stækkunina liggja fyrir. 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...