Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Framkvæmdir  við Hólasandslínu 3 sem tengir Akureyri við Hólasand standa nú yfir og ganga vel. Um þessar mundir er verið að leggja um 10 kílómetra jarðstreng milli Akureyrar og Kaupangs í Eyjafjarðarsveit. Hólasandslínan er 220 kV háspennulína í meginflutningskerfinu á Norður­landi.
Framkvæmdir við Hólasandslínu 3 sem tengir Akureyri við Hólasand standa nú yfir og ganga vel. Um þessar mundir er verið að leggja um 10 kílómetra jarðstreng milli Akureyrar og Kaupangs í Eyjafjarðarsveit. Hólasandslínan er 220 kV háspennulína í meginflutningskerfinu á Norður­landi.
Mynd / Landsnet
Fréttir 9. júlí 2021

Afhendingaröryggi eykst á Eyjafjarðarsvæðinu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Framkvæmdir við Hólasandslínu 3 sem tengir Akureyri við Hólasand standa nú yfir og ganga vel.

Línan er 220 kV háspennulína í meginflutningskerfinu á Norður­landi. Um þessar mundir er verið að leggja um 10 kílómetra jarðstreng milli Akureyrar og Kaupangs í Eyjafjarðarsveit.

Verktakinn Finnur ehf. fjárfesti í sérstökum vagni til að sanda í skurði og dró þannig úr seinlegri vinnu við að moka sandi með gröfu undir og yfir strengi.

Þegar línan verður komin í rekstur mun afhendingaröryggi á Eyjafjarðarsvæðinu aukast til muna þar sem við bætist ný og öflug tenging inn á svæðið sem einnig mun gefa möguleika á aukinni notkun innlendra endurnýjanlegra orkugjafa á svæðinu.

Framkvæmdin skipar einnig drjúgan sess í uppbyggingu meginflutningskerfisins í heild, en Hólasandslína 3 er mikilvægur hlekkur í styrkingu tengsla sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu við veikari hluta þess á Norðausturlandi. Leiðin er sem fyrr segir um 220 kílómetra löng og er innan fjögurra sveitarfélaga, Akureyrar, Eyjafjarðarsveitar, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps.

Verktakinn Finnur ehf. fjárfesti í sérstökum vagni til að sanda í skurði og dró þannig úr seinlegri vinnu við að moka sandi með gröfu undir og yfir strengi.

Skylt efni: dreifing raforku | raforka

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...