Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá undirritun samningsins. Fv. Eva Harðardóttir, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ.
Frá undirritun samningsins. Fv. Eva Harðardóttir, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ.
Mynd / MHH
Fréttir 22. júlí 2020

Ætla að ýta undir orkutengd tækifæri í matvælaframleiðslu

Höfundur: MHH
Orkídeu, nýju samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi, hefur verið ýtt úr vör með undirskrift fulltrúa allra þeirra sem að verkefninu standa, en það eru Landsvirkjun, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóli Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 
 
Undirskriftin fór fram föstudaginn 10. júlí á Reykjum í Ölfusi.  Í tilkynningu um verkefnið kemur fram að Orkídea snúist um uppbyggingu orkutengdra tækifæra framtíðarinnar á Suðurlandi, til dæmis við matvælaframleiðslu og líftækni, sjálfbæra nýtingu auðlinda, sprotastarfsemi og að undirbúa svæði til að taka á móti orkutengdri nýsköpun. Eitt meginmarkmiða samstarfsins er að auka verðmætasköpun í matvælaframleiðslu í landinu og gera framleiðsluna umhverfisvænni með nýtingu á grænni orku sem býr þannig til tækifæri fyrir íslenska matvælaframleiðendur til að vera samkeppnishæfir á alþjóðamarkaði. Ætlunin er að stuðla að aukinni nýsköpun og rannsóknum á sviði hátæknimatvælaframleiðslu með öflugu samstarfi við háskóla, rannsóknastofnanir og atvinnulíf og fjölga möguleikum svæðisins til að takast á við áskoranir samtímans og gera svæðið leiðandi þegar kemur að samspili orku, umhverfis og samfélags.
 
Heiti samstarfsverkefnisins, Ork­í­dea, vísar bæði til grænu orkunnar og til þeirrar hugmynda – ídea – sem spretta upp í frjóum farvegi. Auglýst hefur verið  eftir framkvæmdastjóra og rannsókna- og þróunarstjóra verkefnisins en starfsstöð Orkídeu verður á Suðurlandi.
 
Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.