Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sjálfboðaliðar í garðvinnu. Fjögur ár eru síðan Ólafsdalsgrænmetið fékk lífræna vottun frá  Vottunarstofunni Túni. Í vor fór vaskur hópur um 20 karla, kvenna og barna í Ólafsdal og setti niður í garðinn. Þar er meðal annars ræktað grænkál, blómkál, rauðká
Sjálfboðaliðar í garðvinnu. Fjögur ár eru síðan Ólafsdalsgrænmetið fékk lífræna vottun frá Vottunarstofunni Túni. Í vor fór vaskur hópur um 20 karla, kvenna og barna í Ólafsdal og setti niður í garðinn. Þar er meðal annars ræktað grænkál, blómkál, rauðká
Mynd / Rögnvaldur Guðmundsson
Fréttir 26. júlí 2016

Ætla að byggja upp fyrir 400 milljónir króna í Ólafsdal

Framundan eru miklar framkvæmdir Minjaverndar við endurbyggingu flestra húsa sem voru í Ólafsdal á blómatíma Ólafsdalsskólans, í kringum 1900.

Þann 19. ágúst síðastliðinn var gengið frá samkomulagi á milli fjármálaráðuneytisins, Ólafsdalsfélagsins og Minjaverndar um þá endurreisn. Alls munu endurbyggðar 8–9 byggingar sem voru í Ólafsdal. Þar var fastmælum bundið að sögu staðarins og menningarminjum verði áfram gerð góð og aukin skil og mun Ólafsdalsfélagið gegna þar lykilhlutverki. Jafnframt verður frjálst aðgengi almennings tryggt, enda var Ólafsdalsskólinn þjóðskóli í þeim skilningi að þangað komu nemendur hvaðanæva að af landinu og áhrif hans voru mikil á landsvísu. Þær hugsjónir og trú á land og lýð sem endurspegluðust í allri starfsemi Ólafsdalsskólans eiga nú mikið erindi við íslensku þjóðina. Er stefnt að því að endurreisn Ólafsdals verði lokið fyrir 140 ára afmæli Ólafsdalsskólans árið 2020. Áætlaður kostnaður er um 400 milljónir króna. Ólafsdalsfélagið var stofnað í Ólafsdal í júní 2007. Félagið hefur fengið miklu áorkað með stuðningi fjölmargra aðila, auk mikillar sjálfboðavinnu félagsmanna.

Landmótun ehf. vinnur að deiliskipulagi á Ólafsdal fyrir Minjavernd vegna þeirrar uppbyggingar sem fram undan er á húsunum sem voru í Ólafsdal um 1900 og annarrar nýtingar. Þá er hafin fornleifaskráning á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði í Ólafsdal. Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, hefur umsjón með skráningunni. Munu framkvæmdir fara í fullan gang á næsta ári. Þá er væntanleg skýrsla um ræktunarminjar í Ólafsdal sem unnin er af prófessor Bjarna Guðmundssyni og Ragnhildi Sigurðardóttur umhverfisfræðingi. Þá er nú haldið áfram með vinnu við fræðslustíg og kortlagningu gönguleiða út frá Ólafsdal o. fl. Til að tryggja heilsársstarfsemi í Ólafsdal og nýta þær fjárfestingar sem lagðar verða í staðinn er síðan mikilvægt að bæta veginn inn Ólafsdalshlíðina samhliða uppbyggingunni, um 6 km vegalengd.

Ólafsdalshátíð haldin 6. ágúst

Ólafsdalshátíðin verður haldin í níunda skipti 6. ágúst, í annað skipti á laugardegi. Aðaldagskráin verður frá kl. 13 til 17. Lína Langsokkur mætir á svæðið til að skemmta börnum á aldrinum 0–99 ára og Drengjakór Íslenska lýðveldisins tekur lagið. Guðrún Tryggvadóttir kynnir sýningu sína, „Dalablóð“, lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti verður til sölu, glæsilegt Ólafsdalshappdrætti og vandaður handverks- og matarmarkaður. Ókeypis er inn á hátíðina að vanda og eru allir velkomnir að sögn skipuleggjenda. Dagskráin verð- ur kynnt nánar á nýjum vef: www. olafsdalur.is og á www. facebook. com/Olafsdalur Opið er í Ólafsdal alla daga frá kl. 12 til 17 fram til 14. ágúst. Kaffi, vöfflur, Erpsstaðaís o.fl. í boði.

Umsjónarmenn í Ólafsdal 2016

Hjónin Elfa Stefánsdóttir og Haraldur Baldursson verða áfram staðarhaldarar fyrir Ólafsdalsfélagið í Ólafsdal í sumar en þau koma úr Hafnarfirði. Elfa var m.a. forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Öldunnar en er menntaður gönguleiðsögumaður frá Leiðsöguskólanum í Kópavogi. Haraldur er tæknifræðingur. Hafa má samband í síma 821 9931 og á elfa@hbt.is Um 400 félagar Félagar í Ólafsdalsfélaginu eru nú á fjórða hundrað, enda afar spennandi að eiga hlutdeild í ævintýrinu sem fram undan er. Þeir sem eru áhugasamir um að ganga í Ólafsdalsfélagið geta haft samband við Rögnvald Guðmundsson formann Ólafsdalsfélagsins rognvaldur@rrf.is eða í síma 693-2915. Þá má geta þess að ný heimasíða Ólafsdalsfélagsins er www. olafsdalur.is hefur nú verið opnuð.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...