Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Daníel Hansen er forstöðumaður fræðasetursins.
Daníel Hansen er forstöðumaður fræðasetursins.
Mynd / smh
Fréttir 16. september 2020

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé

Höfundur: smh

Aðsóknin að Fræðasetri um forystufé í Þistilfirði hefur aldrei verið meiri en í sumar. Að sögn Daníels Hansen forstöðumanns eru gestir nánast allir Íslendingar.

Hann segir að þegar COVID-fárinu léttir muni sjónum einnig í meira mæli verða beint að erlendum ferðamönnum í markaðssetningu á þessu einstaka fjárkyni. Í litlu sýningarrými inn af móttökurými setursins hefur listsýning verið í gangi í sumar, þar sem Gunnar Karlsson sýnir leirhrúta, og eru þeir til sölu. „Næsta sumar verður Pétur Magnús­son með sýningu á ljósmyndum af forystufé. Pétur býr bæði í Reykjavík og á Raufarhöfn. Gaman er að geta þess að þetta gallerí er bókað til ársins 2032,“ segir Daníel.

Uppstoppaðir hausar prýða vegg í aðalrými sýningarsalarins.

Þrennir tónleikar haldnir í sumar

„Í sumar hafa verið haldnir þrennir tónleikar þar sem listafólk í heimabyggð hefur spilað og sungið. Áætlað var að hafa þrenna tónleika í ágúst en þeim verður frestað vegna ástandsins í landinu,“ bætir hann við.

Pylsur, kerti og ullarband

Alls kyns varningur er jafnan á boðstólum í fræðasetrinu, allt sem er unnið úr afurðum forystufjár eða tengt forystufé á einhvern hátt; kerti, pylsur, horn og svo ullarband af forystufé, sem Daníel segir að sé mýkra en annað band og það sé mjög vinsælt.

„Ef þú klæðist fatnaði úr ull af forystu­fé þá ratar þú alltaf heim“, stendur hér fyrir ofan varninginn í versluninni.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...