Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Álftir á leið til lendingar á kornökrum undir Eyjafjöllum.
Álftir á leið til lendingar á kornökrum undir Eyjafjöllum.
Mynd / HKr.
Fréttir 18. febrúar 2016

Aðgerðaráætlun í smíðum

Höfundur: smh
Ágangur álfta og gæsa í kornræktarlöndum bænda hefur farið vaxandi á liðnum árum og er sums staðar orðinn slíkur að bændur hafa hætt í greininni eða minnkað mikið við sig, beinlínis vegna þessa. 
 
Starfshópur var skipaður af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu síðastliðið sumar og ætlað að vinna að aðgerðaráætlun – og gerir ráð fyrir að skila henni af sér fyrir lok febrúar.
 
Þar er annars vegar lagt til að umfang tjóns verði kannað ítarlega og samhliða hvort hægt verði að styrkja bændur gegn þessari vá í gegnum búvörusamningana, auk þess sem kannaður verði áhugi bænda á að ráðstafa hluta af löndum þeirra í griðland fyrir álftir og gæsir. 
 
Hópurinn hefur einnig rætt hugmyndir um að sett verði viðmið fyrir lágmarksstærð álfta- og gæsastofna og það kannað hvort hægt verði að grípa til aðgerða til að takmarka vöxt þeirra, fari þeir yfir tiltekna stærð.
 
Til að kortleggja vandann var opnuð vefgátt í maí árið 2014 þar sem bændur gátu skráð tjón sitt. Í ljós kom að vandinn var afar umfangsmikill. Frá sumri og fram á haust 2014 var tilkynnt um tjón á um 2.700 hekturum lands. Bændur héldu skráningum áfram á síðasta ári en skráningar vegna tjóns í fyrra hafa verið nokkru færri.
 
Sigurður Eyþórsson, fram­kvæmda­­stjóri Bændasamtaka Íslands, er í starfshópnum. „Efnislega er meðal annars verið að skoða hvort hægt sé að opna fyrir stuðning vegna þessara mála innan ramma búvörusamninganna. Eigi það að verða niðurstaðan skiptir miklu máli að bændur séu duglegir að skrá tjón í gegnum Bændatorgið. Forsenda þess að einhverjar bætur fáist er að vandaðar skráningar séu fyrir hendi. Tillögurnar gera ráð fyrir að það gæti mögulega verið veittur stuðningur til bænda til að ráðstafa hluta af löndum sínum í sérstök griðlönd, eða til að mæta tjóninu með einhverjum hætti.“
 

6 myndir:

Skylt efni: álftir og gæsir

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.