Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá kynningu ráðherranna í dag.
Frá kynningu ráðherranna í dag.
Mynd / Stjórnarráð Íslands
Fréttir 10. september 2018

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum kynnt

Höfundur: smh

Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum var kynnt í dag. Sjö ráðherrar ríkisstjórnarinnar stóðu fyrir kynningunni sem samanstendur af 34 aðgerðum. Megináherslurnar eru á orkuskipti annars vegar og átak í kolefnisbindingu hins vegar.

Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands kemur fram að markmiðið með áætluninni sé að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig að Ísland geti staðið við markmið sín í loftslagsmálum. „Alls verður 6,8 milljörðum króna varið til sérstakra aðgerða í loftslagsmálum á næstu fimm árum, sem er stórfelld aukning frá því sem verið hefur.

Aðgerðaáætlunin samanstendur af 34 aðgerðum. Megináherslurnar eru tvær; orkuskipti, þar sem sérstaklega er horft til hraðrar rafvæðingar samgangna og átak í kolefnisbindingu þar sem skógrækt og landgræðsla gegna lykilhlutverki, auk þess sem markvisst verður dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis,“ segir í tilkynningunni.

Samráð framundan

Haft er eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að ríkisstjórnin hafi tryggt stóraukið fjármagn til aðgerðanna. „Framundan er svo samráð við bæði atvinnulíf, sveitarfélög og almenning um nánari útfærslur. Við höfum einbeittan vilja til að ná raunverulegum árangri til að uppfylla markmið Parísarsáttmálans og markmiðinu um kolefnishlutlaust Ísland 2040,“ segir Katrín.

Í tilkynningunni kemur frama að aðgerðaáætlunin sé unnin í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar. Aðgerðirnar í henni eigi að stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni kolefnisbindingu. Sumar aðgerðir séu þegar komnar í vinnslu, aðrar nánast fullmótaðar, enn aðrar eru tillögur sem þarfnast samráðs við aðila utan stjórnkerfisins og frekari útfærslu. 

„Áætlunin verður sett í samráðsgátt Stjórnarráðsins til umsagnar og uppfærð í ljósi ábendinga, auk þess sem boðið verður til samráðs um einstakar aðgerðir með fulltrúum atvinnulífs, félagasamtaka, sveitarfélaga og annarra.

Verulega verður aukið við fjárfestingar og innviði vegna rafvæðingar í samgöngum en áætlað er að verja 1,5 milljarði króna til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla, rafvæðingar hafna og fleiri nauðsynlegra aðgerða í orkuskiptum hér á landi á næstu fimm árum. Þá er ekki meðtalinn kostnaður við áframhaldandi ívilnanir fyrir rafbíla sem þegar eru meðal þeirra mestu sem þekkjast. Kolefnisgjald verður áfram hækkað og mörkuð sú stefna að frá og með árinu 2030 verði allir nýskráðir bílar loftslagsvænir. Ísland fylgir þar fordæmi fjölmargra ríkja sem markað hafa sér skýra framtíðarsýn varðandi vegasamgöngur, segir í tilkynningunni.

Í tilkynningu Stjórnarráðs Íslands er haft eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, að ljóst sé að næsta bylting okkar í loftslagsmálum verði orkuskipti í samgöngum, líkt og hitaveitan var á sínum tíma. „Ísland hefur með þessu sett sér það markmið að vera meðal fyrstu ríkja heims til að ná fram fullum orkuskiptum, ekki bara í húshitun heldur einnig í vegasamgöngum. Við setjum markið hátt, þar sem framtíð komandi kynslóða er undir,“ segir Guðmundur Ingi.

Vörslumönnum lands falið hlutverk

Ráðist verður í umfangsmikið átak við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, stöðvun jarðvegseyðingar og frekari landgræðslu og nýskógrækt, í því skyni að binda kolefni. Um fjórum milljörðum króna verður varið til þessara aðgerða á næstu fimm árum. „Áhersla er lögð á að fela félagasamtökum hlutverk, bændum og öðrum vörslumönnum lands.

Um 500 milljónum króna verður varið til nýsköpunar vegna loftslagsmála og verður Loftslagssjóður stofnaður til að halda utan um slík verkefni. Um 800 milljónum króna verður varið í margvíslegar aðgerðir, svo sem rannsóknir á súrnun sjávar og aðlögun að loftslagsbreytingum, alþjóðlegt starf og fræðslu. Framlögin eru tryggð í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2019-2023, en verða útfærð nánar við frekari mótun aðgerða. Samráð við hagsmunaaðila verður haft til hliðsjónar, sem og frekari greining á hagkvæmni mismunandi leiða,“ segir í tilkynningunni.

Í gegnum samráðsgátt Stjórnarráðsins er hægt að skila inn umsögnum um þessa fyrstu útgáfu aðgerðaáætlunar til 1. nóvember næstkomandi.
 

Aðgerðaáætlun

Helstu niðurstöður

Spurt og svarað

Samantekt um orkuskipti í vegasamgöngum

www.co2.is

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...