Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir landbúnaðarstefnuna sem samþykkt var á Alþingi í júní 2023

Landbúnaðarstefnan gildir til 2040 og veitir framtíðarsýn stjórnvalda fyrir íslenskan landbúnað.

Áætlunin samanstendur af tíu eftirtöldum efnisköflum og mismörgum aðgerðum undir hverjum þeirra en alls eru aðgerðirnar 28 talsins; fæðuöryggi, loftslagsmál, líffræðileg fjölbreytni, landnýting og varðveisla landbúnaðarlands, hringrásarhagkerfi, alþjóðleg markaðsmál, neytendur, nýsköpun og tækni, menntun, rannsóknir og þróun og fyrirkomulag stuðnings við landbúnað.

Sjálfbær þróun

Meginmarkmið stefnunnar eru að efla og styðja íslenskan landbúnað og styrkja stoðir hans til framtíðar með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Í tilkynningu matvælaráðuneytisins kemur fram að áætluninni sé ætlað að ná yfir þau verkefni landbúnaðarstefnunnar sem eru á forræði matvælaráðuneytisins og verða í forgangi á tímabilinu. Aðgerðirnar séu ekki settar fram í forgangsröðun heldur er uppröðun aðgerðanna í samræmi við uppbyggingu landbúnaðarstefnunnar sjálfrar.

Tillögur að nýjum aðgerðum

Drög að áætluninni voru í opnu samráði frá 29. febrúar til 2. apríl á þessu ári og bárust alls 15 umsagnir. Þar komu fram tillögur að mörgum nýjum aðgerðum, meðal annars um hringrásarhagkerfið, merkingar matvæla og líffræðilega fjölbreytni.

Í tilkynningunni kemur enn fremur fram að við gerð áætlunarinnar hafi verið lögð áhersla á að setja fram afmarkaðar og tímasettar aðgerðir með raunhæfri tímaáætlun.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...