Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Lögreglan hefur oft varið mig í stuttan tíma með bláum ljósum.
Lögreglan hefur oft varið mig í stuttan tíma með bláum ljósum.
Mynd / HLJ
Fréttir 7. júní 2022

Að fara aðeins hægar í umferðinni er sumum erfitt

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is

Það er viss ánægja að keyra í lok maí framhjá bílflökunum fyrir ofan Draugahlíð í Svínahrauni og sjá að tala látinna í umferðinni það sem af er ári er ekki nema tveir eftir fyrstu fimm mánuði ársins.

Vissulega er það tveimur of mikið, en frá því að ég sá þessa uppsetningu á varúðarskilti fyrst hugsaði ég hvort ég myndi sjá þetta skilti sýna töluna 0 einhvern tímann, en ég er örugglega ekki einn um þessa hugsun.

Ef allir sem eru í umferðinni hugsuðu um að gera sitt besta er það möguleiki, en þá þarf að hjálpast að, vinna saman og virða lög og taka tillit til annarra í umferðinni.

Of oft þarf að kalla til lögreglu til að tryggja öryggi við stutta vinnu. Mynd / HLJ

Taktu mark á gulu blikkljósunum, þar er hætta

Gul blikkandi ljós á ökutækjum eru ætluð til að vara við hættum og hugsunin með þeim er aðallega að hægja á umferð í þeirra nágrenni. Þó er visst vandamál með þessi ljós, menn gleyma að slökkva þessi ljós og aðrir ofnota gulu viðvörunarljósin og aka á umferðarhraða með ljósin blikkandi.

Gul blikkandi ljós á bara að nota þegar ekið er undir umferðarhraða, bíll stopp eða ekið með farm sem stendur mikið út af bíl, er í yfirhæð.

Í of mörg skipti sér maður bíla með gulblikkandi ljós sem heldur umferðarhraða og er með tryggilega festan farm á palli. Vegna þess að of margir ofnota þessi viðvörunarljós þá tekur fólk ekkert mark á þessum ljósum og hægir ekkert á þegar það sér þessi ljós og of oft verður slys.

Að lágmarka hættu er eitthvað sem allir geta

Á flestum dráttarvélum, gröfum og öðrum hægfara vinnuvélum eru gul blikkandi ljós, eitt eða fleiri. Þessi ljós þarf að muna eftir að kveikja ef ekið er á umferðargötum sem ætluð er almennri umferð. Stundum er þó aftanívagn með svo háan farm að hann skyggir á ljósið. Það eru hins vegar til lítil aukaljós sem ganga fyrir rafhlöðu sem hægt er að setja aftan á vagna og önnur tæki. Hef góða reynslu af svona ljósi.

Sjálfur vinn ég oft í vegköntum við að þjónusta bíla og vinnuvélar sem hafa bilað í umferðinni. Þótt bílarnir sem ég vinn á séu vel útbúnir blikkljósum eru alltof margir bílstjórar sem hægja of lítið á sér þegar þeir aka framhjá. Í verstu tilfellum neita ég að vinna við bíla þar sem þeir stoppa og læt flytja þá á öruggari stað.

Þarna varð slys, þrátt fyrir gul ljós og þríhyrning á réttum stað. Mynd / Alexander Már Steinarsson

Setti vin í hættu sem ég þorði ekki!

Fyrir skemmstu var ég beðinn um aðstoð á þungri umferðargötu, bíllinn á miðri akrein á mjög vondum stað. Bilunarlýsing var um klukkutíma vinna og öll aðkoma til að vinna við bílinn var umferðarmegin. Ég sagði nei, það verður að flytja bílinn, og benti á flutningsaðila sem sótti bílinn. Á meðan hann var að setja bílinn bilaða á sinn bíl með allt blikkandi gult og með varúðarþríhyrning um 50 metrum fyrir aftan, varð þriggja bíla árekstur fyrir aftan bílinn bilaða og einn farþegi fluttur í burtu með sjúkrabíl. Þarna hefði getað farið verr, en í verstu svona tilfellum hef ég leitað til lögreglu með blá blikkandi ljós fyrir aftan mig meðan ég vinn verk á hættulegum stöðum. Að fá lögreglu til að vera þarna fyrir aftan í um klukkutíma var að mínu mati of langur tími, en það er hugsanlega til lausn sem Samgöngustofa gæti veitt.

Væri möguleiki á lausu bláblikkandi fyrir útvalda?

Það hafa orðið mjög alvarleg slys við vinnu á biluðum bílum í vegköntum og á vegi. Oft hugsar maður, hvenær kemur röðin að mér eða einhverjum öðrum sem vinna við sambærilegar aðstæður?

Ef Samgöngustofa gæti leyft okkur sem vinnum við þessar hættulegu aðstæður að nota laust, blátt blikkandi ljós fyrir aftan okkur í 10-20 mínútur væri hægt að draga mikið úr aðstoð frá lögreglu. Varla vill neinn að umferðarlögum verði breytt, en til samanburðar eru reglur í Ástralíu þær að ef ekið er framhjá gulblikkandi ljósum í vegkanti á meiri hraða en 30 mílum (48 km hraða) fær viðkomandi sekt. Það sama gildir um að tala í síma í akstri og viðkomandi fær 5 punkta í ökuferilsskrá að auki.

Skylt efni: umferðaröryggi | umferð

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...