Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Útfluttu hrossin skiptust niður í 361 stóðhest, 1.426 geldinga og 1.554 hryssur. Kristbjörg varð vör við nokkra aukningu á sölu og flutning frístundahesta.
Útfluttu hrossin skiptust niður í 361 stóðhest, 1.426 geldinga og 1.554 hryssur. Kristbjörg varð vör við nokkra aukningu á sölu og flutning frístundahesta.
Fréttir 13. janúar 2022

Á síðasta ári voru í fyrsta sinn í sögunni flutt út fleiri en 3.000 hross frá Íslandi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Alls var 3.341 hross flutt frá Íslandi árið 2021. Það er metár frá því skráningar hófust. Næstflest hross fóru út árið 1996, þá 2.841 talsins.

 Meðalfjöldi útfluttra hrossa á ári frá 2010 til 2020 var um 1.420 hross á ári og er aukningin því veruleg. Leita þarf aftur til tíunda áratugar síðustu aldar til að finna tölur vel yfir 2.500 en þetta er í fyrsta sinn sem útflutt hross fara yfir 3.000 talsins.

Metár í útflutningi orsakast meðal annars af heimsfaraldri og uppsafnaðri þörf, að sögn Kristbjargar Eyvindsdóttur, sem hér heldur í stóðhestinn Kveik frá Stangarlæk I sem fór til Danmerkur á árinu. Myndir / Aðsendar

Kristbjörg Eyvindsdóttir rekur útflutningsfyrirtækið Horse Export ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Arnarssyni. Hún segir marga samverkandi þætti spila inn í aukningu útfluttra hrossa.

„Eitt er uppsöfnuð þörf því okkur grunar að dregið hafi úr framleiðslu hrossa erlendis. En heimsfaraldurinn hefur örugglega töluverð áhrif. Fólk ferðast minna, er meira heima og hefur fjármagn til umráða, sem áður var kannski eyrnamerkt ferðalögum. Það vill hafa eitthvað fyrir stafni heima við og njóta frístunda og fjárfestir þá mögulega í hesti.“

Gróska í atvinnusköpun tengt hestamennsku

Hún segir aukning á seldum frístundahestum styðja þá kenningu. „Kaupendur íslenskra hrossa er mjög breiður. Við sjáum allt frá rándýrum niður í ódýra hesta fara utan. Víða erlendis er mikil reiðskólamenning og æskulýðsstarf sem leiðir af sér fleiri iðkendur. Þá hafa vefútsendingar frá keppnum og sýningum sinn áhrifamátt og mikið markaðsstarf er einnig að skila sér,“ segir Kristbjörg og bendir á afleidda atvinnusköpun. „Ég hef heyrt að þumalputtareglan sé sú að fjórir hestar skili einu ársstarfi í Evrópu. Í kringum hestamennskuna er svo ótrúlega mikil starfsemi, s.s. framleiðsla á fóðri, reiðtygjum og fötum, kaup og leiga á aðstöðu fyrir hross, námskeiðshald og reiðskólar svo eitthvað sé nefnt.“

Nýir heimahagar austar í Evrópu

Hrossin fóru til tuttugu landa, langflest til Þýskalands eins og venja er og næstflest til Norðurlandanna. Austurríki og Sviss hafa fest sig í sessi sem stór innflutningslönd. Þá fóru nokkur austar í Evrópu, til Ungverjalands, Rúmeníu og Slóveníu. Rúmlega hundrað fóru vestur, 107 hross til Bandaríkjanna og eitt til Kanada.

Kristbjörg segist vita af nokkrum hrosseigendum sem hafa keypt sér jarðir austar í Evrópu og það telji hún ástæðu þess að lönd eins og Rúmenía og Slóvenía rati á listann. „Þegar einhver duglegur og virkur aðili fer að vinna með ákveðinn markað eflist allt í kringum það. Það skapar markaðshvetjandi aðstæður og fleiri fara að sækja í hestamennskuna á þeim stað. Við höfum séð þetta gerast t.d. í Sviss og Frakklandi. Það er ákveðin nánd og félagsskapur sem oft vill verða til kringum íslenska hestinn, eins konar stéttlaus veröld, skemmtileg samfélög sem fólk sækir í.“

Hátt dæmd útflutt hross

Af þessum 3.341 hrossi eru 361 stóðhestur, 1.426 geldingar og 1.554 hryssur.  Samkvæmt upplýsingum úr WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, voru 845 útfluttra hrossa með A-vottun.

A-vottun fær hross þegar bæði hrossið og foreldrar þess eru erfðagreind með DNA greiningu og sönnun um ætterni liggur því fyrir.

Fjöldi þeirra hrossa sem fóru í útflutning á árinu og hafa fengið 1. verðlaun í kynbótadómi eru 191 talsins. Hátt dæmdir stóðhestar raða sér þar efstir á lista: Draupnir frá Stuðlum (ae. 8,88), Ölnir frá Akranesi (ae. 8,82), Vegur frá Kagaðarhóli (ae. 8,81), Eldjárn frá Skipaskaga (ae. 8,72), Nátthrafn frá Varmalæk (ae. 8,72), Arthúr frá Baldurshaga (ae. 8,69), Elrir frá Rauðalæk (ae. 8,66), Ómur frá Kvistum (ae. 8,61), Dropi frá Kirkjubæ (ae. 8,60), Fróði frá Staðartungu (ae. 8,59) og Fenrir frá Feti (ae. 8,57). Hæst dæmdu útfluttu hryssurnar eru Hylling frá Akureyri (ae. 8,55) og Bylgja frá Seljatungu (ae. 8,54).

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...