Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hjalti Þór Vignisson, framkvæmdastjóri sölu og þróunar hjá sjávarútvegs­fyrirtækinu Skinney Þinganesi, hélt erindi á uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda þar sem hann sagði m.a. frá því að fyrirtækið ætlaði að auka sölu á ferskum fiski til veitingahúsa.
Hjalti Þór Vignisson, framkvæmdastjóri sölu og þróunar hjá sjávarútvegs­fyrirtækinu Skinney Þinganesi, hélt erindi á uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda þar sem hann sagði m.a. frá því að fyrirtækið ætlaði að auka sölu á ferskum fiski til veitingahúsa.
Mynd / TB
Fréttir 6. nóvember 2017

700 þúsund ferðamenn lögðu leið sína á Hornafjarðarsvæðið

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Vöxtur í fjölda ferðamanna síðustu ár í Austur-Skaftafellssýslu er ævintýralegur en á síðasta ári komu um 700 þúsund ferðamenn á svæðið. Um helmingur kemur yfir sumartímann en vetrarferðamennska hefur styrkt sig mikið í sessi í Austur-Skaftafellssýslu undanfarin ár. Á Hornafjarðarsvæðinu eru um 40 fjölskyldur sem hafa lifibrauð sitt af afþreyingariðnaði í ferðaþjónustu og enn fleiri sem bjóða gistingu og aðra þjónustu. Gríðarleg breyting hefur orðið á samfélaginu á síðustu 10 árum þar sem ferðaþjónusta er hinn nýi burðarás. 
 
Þetta kom fram í erindi Hjalta Þórs Vignissonar, framkvæmdastjóra sölu og þróunar hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Skinney Þinganesi, á uppskeruhátíð Félags ferðaþjónustubænda sem haldin var á Smyrlabjörgum í vikunni. 
 
Hjalti Þór, sem áður var bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, sagði frá atvinnuþróun og ferðamennsku í héraðinu sem er afar blómleg. Hann fjallaði meðal annars um samspil fyrirtækja á svæðinu sem sæju hag í því að vinna saman að uppbyggingu atvinnulífsins. Samfélagið á Höfn nýtur góðs af sterkum fyrirtækjum en nú er svo komið að afar erfitt er að fá húsnæði á svæðinu vegna mikillar eftirspurnar. 
 
Sjávarútvegsfyrirtæki í landbúnaði og ferðaþjónustu
 
Hjalti Þór fór yfir starfsemi Skinneyjar Þinganess sem vinnur á nokkrum sviðum. Auk þess að stunda sjósókn og úrvinnslu hefur Skinney Þinganes haslað sér völl í landbúnaði og ferðaþjónustu. Fyrirtækið á og rekur kúabúið Flatey á Mýrum þar sem eru um 240 mjólkandi kýr. Mikill áhugi er á meðal ferðamanna að skoða fjósið og hefur fyrirtækið svarað þeirri eftirspurn með því að byggja upp gestastofu þar sem hægt er að horfa yfir fjósið og fræðast um starfsemina. Þá hefur Skinney Þinganes tekið þátt í uppbyggingu í veitingaþjónustu á Höfn með góðum árangri.
 
Fiskur fyrir ferðamenn
 
Í máli Hjalta Þórs kom fram að Skinney Þinganes hyggst bæta þjónustu við veitingastaði og bjóða þeim upp á aukið úrval af fiski. Hingað til hefur það verið vandkvæðum bundið að afgreiða litlar sendingar til veitingahúsa þar sem tækjabúnaður hefur ekki boðið upp á slíka vinnslu. Hjalti Þór sagði að ný tækni í fiskvinnslu gerði það að verkum að auðveldara væri að sérsníða vörur fyrir veitingahús. Eftirspurn væri greinilega fyrir hendi en hingað til hefðu stór sjávarútvegsfyrirtæki átt erfitt með að sinna markaðnum sem er lítill og sérhæfður. Viðskipti með humar til veitingahúsa byggja á gömlum grunni en ríflega helmingur af humri frá Skinney er seldur innanlands. Hinn helmingurinn fer til háklassa veitingahúsa á meginlandinu. 
 
Á uppskeruhátíðinni var greinilegt að ferðaþjónustubændur tóku vel í áætlanir Skinneyjar um aukin viðskipti með fisk við ferðaþjónustuaðila. Svo undarlegt sem það má virðast þá hefur framboð á ferskum fiski ekki verið nægilega gott víða á landsbyggðinni en það stendur nú til bóta. Aðspurður sagði Hjalti Þór að fyrirtækið myndi byrja á heimaslóðum og sjá svo til hvernig gengi, þá væri vonandi hægt að auka þjónustuna og breiða hana út víðar um landið. 
 
Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...