Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Galtalækur 1: Hér eru lóðirnar í skóginum, sem framkvæmdir munu hefjast við næsta vor, alls 28 lóðir. Lóðirnar eru eignarlóðir en heimild er fyrir allt að 160 fermetra húsi á hverri lóð.
Galtalækur 1: Hér eru lóðirnar í skóginum, sem framkvæmdir munu hefjast við næsta vor, alls 28 lóðir. Lóðirnar eru eignarlóðir en heimild er fyrir allt að 160 fermetra húsi á hverri lóð.
Mynd / aðsend
Fréttir 28. október 2025

48 lóðir verða seldar og hótel byggt

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Skúli Kristófer Skúlason hjá fyrirtækinu Vinjar ehf., sem er einn af eigendum Galtalækjarskógar í Holta- og Landsveit í Rangárþingi ytra, hefur náð þeim mikilvæga áfanga að klára nýtt deiliskipulag fyrir skóginn en það hefur tekið á þriðja ár með tilheyrandi vinnu og kostnaði.

„Fyrir liggur samþykkt skipulag, sem gerir ráð fyrir allt að 48 undurfögrum lóðum inni í skóginum. Einnig er leyfi fyrir allt að 1.850 fermetra hóteli sem tengist 35–40 smáhýsum en við getum hugsað okkur að selja ferðaþjónustusvæðið sérstaklega með um 5 hekturum af landi í kringum hótelið ef þannig ber undir. Með því myndi gistiheimilið Langahlíð fylgja sem gæti þá orðið starfsmannaaðstaða,“ segir Skúli Kristófer.

Á vordögum á nýju ári munu hefjast framkvæmdir við vegagerð og veitur ásamt því að leggja stúta að öllum lóðum með köldu vatni og rafmagni. Um er að ræða fyrri hluta svæðisins en þar eru 28 lóðir en meiningin er að hefja sölu á lóðunum seinni hluta næsta sumars. „Lóðunum hefur verið skipt í þrjá flokka, það er að segja eftir staðsetningu, útsýni og stærð.

Þeir sem kaupa lóð í Galtalækjarskógi eru ekki einungis að kaupa um 5.000 fermetra lóð heldur fylgir með í kaupunum sameign með tugi hektara skógar með endalausum möguleikum til útivistar og aðstöðu til að njóta náttúrufegurðinnar eins og hún gerist best. Um er að ræða einstakt land í fallegum skógi sem erfitt er að finna á Íslandi í dag,“ segir Skúli.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...