Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Veiðimaður í kröppum dansi í Stóru-Laxá. Myndir / BBL.
Veiðimaður í kröppum dansi í Stóru-Laxá. Myndir / BBL.
Fréttir 9. ágúst 2019

43% laxa sleppt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sumarið 2018 var skráð stangveiði á laxi í ám á Íslandi alls 45.291 lax. Af þeim var 19.409 sleppt og var heildarfjöldi landaðra laxa því 25.882 laxar. Meira veiddist af urriða 2018 en árið 2017 en bleikjuveiði var svipuð.

Á heimsíðu Hafrannsókna-stofnunar sem annast samantekt veiðitalna og skráningu í rafrænan gagnagrunn í umboði Fiskistofu segir að þyngd landaðra laxa eða afla í stangveiði sé 68.797 kíló. Afli í stangveiðinni skiptist þannig að 22.907 laxar voru smálaxar, alls 53.649 kíló og 2.975 stórlaxar sem voru 15.148 kíló. Af þeim löxum sem sleppt var aftur voru 13.137 smálaxar og 6.272 stórlaxar.

Af veiddum löxum voru 36.044 smálaxar með eins árs sjávardvöl og 9.247 stórlaxar með tveggja ára sjávardvöl eða lengri.

Fimm veiðihæstu árnar

Fimm veiðihæstu laxveiðiárnar 2018 voru, Ytri-Rangá, Hólsá Vesturbakki með 4.039 laxa, Eystri-Rangá með 3.960 laxa, Miðfjarðará 2.725 laxa, Þverá og Kjarrá 2.441 og Norðurá með 1.692 laxa.

Heildarafli landaðra laxa í stangveiði og netaveiði samanlagt var 49.901 laxar sem vógu alls 81.712 kíló. Af þeim voru 26.620 smálaxar og 3.856 stórlaxar. Þyngd smálaxa var 54.870 kg og þyngd stórlaxa 18.738 kíló.

Urriðaveiði á uppleið

Urriðaveiðin hefur verið á uppleið síðustu fjögur árin. Af urriðaveiðisvæðum landsins þar sem stangveiði var stunduð, veiddust flestir urriðar í Veiðivötnum, alls 10.330 og eru það 1.006 fleiri veiddir urriðar en á árinu áður. Í Laxá í Þingeyjarsýslu ofan Brúa veiddust 3.763 urriðar, eða 461 fleiri í ár en árið áður. Í Fremri Laxá á Ásum var urriðaveiðin 2.536 fiskar sem var nánast sama veiði og árið áður.

Svipuð bleikjuveiði

Bleikjuveiðin var svipuð árið 2018 og árið áður. Alls voru skráðar á landinu 27.909 bleikjur og af þeim var 4.413 sleppt aftur. Það veiddust 143 fleiri bleikjur 2018 en árið áður. Fjöldi í afla var því 23.496 bleikjur og heildarþyngd aflans var 17.318 kíló. Eins og í urriðaveiðinni var mest veiði í landshlutum á bleikju á Suðurlandi en þar veiddust 14.749 bleikjur og 758 var sleppt. Bleikjuveiði á Norðurlandi vestra var 4.411 bleikjur og litlu færri voru á Norðurlandi eystra 4.373 bleikjur.

Lítið um hnúðlax

Sumarið 2018 bar ekki mikið á hnúðlöxum í ám hér á landi líkt og árið 2017. Meira er af hnúðlaxi þegar ártalið stendur á oddatölu en jafnari tölu.

Hafrannsóknastofnun segir mikilvægt að veiðimenn skrái veiði á hnúðlöxum, þar sem búast má við auknum fjölda hnúðlaxa sumarið 2019. Einnig er mikilvægt að skrá ef veiðist eldislax og koma sýnum af fiskum til erfðagreiningar hjá Hafrannsóknastofnun.

Samantekt veiðinnar byggist á veiði sem skráð er í veiðibækur. Veiðifélög og veiðiréttarhafar bera ábyrgð á skráningu veiði samkvæmt lögum.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...