Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
100 milljónir fugla til kjötframleiðslu
Fréttir 1. febrúar 2018

100 milljónir fugla til kjötframleiðslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verið er að reisa kjúklingabú í Kína sem hýsa mun 100 milljón hænsnfugla til kjötframleiðslu. Gert er ráð fyrir að ársframleiðslan verði um 200.000 tonn á ári og verður slátrun og fullvinnsla afurða í tengslum við búið.

Framkvæmdir við búið eru þegar hafnar og er það staðsett skammt utan við borgina Hengshui í Hebei í Norður-Kína. Í yfirlýsingu frá borgaryfirvöldum í Hengshui segir að búið verði mikil lyftistöng bæði fyrir borgina og svæðið í heild þar sem mörg störf skapist í og í kringum kjúklingabúið.

Búið er reist í samvinnu við stjórnvöld í Kína og sagt vera hluti af áætlun stjórnvalda til að draga úr fátækt í Kína og tryggja fæðuöryggi.

Markaður fyrir kjúklingakjöt í Kína er mikill og eykst ár frá ári. Fyrirtækið sem stendur að baki byggingu búsins heitir Charoen Pokphand Food. Það er með höfuðstöðvar í Taílandi og er þetta annað stóra kjúklingabúið sem það reisir í Kína. Auk kjúklingaframleiðslu og vinnslu hefur Charoen Pokphand ítök í smásöluverslun, bankastarfsemi og lyfjaframleiðslu í Kína og víðar í Asíu.

Önnur stórtæk kjúklinga­framleiðslufyrirtæki í Kína eru Guangdong Wens Food Stuff Co og Tongwei Group.

Skylt efni: kjúklingabú | Kína

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...