Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
100 milljónir fugla til kjötframleiðslu
Fréttir 1. febrúar 2018

100 milljónir fugla til kjötframleiðslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verið er að reisa kjúklingabú í Kína sem hýsa mun 100 milljón hænsnfugla til kjötframleiðslu. Gert er ráð fyrir að ársframleiðslan verði um 200.000 tonn á ári og verður slátrun og fullvinnsla afurða í tengslum við búið.

Framkvæmdir við búið eru þegar hafnar og er það staðsett skammt utan við borgina Hengshui í Hebei í Norður-Kína. Í yfirlýsingu frá borgaryfirvöldum í Hengshui segir að búið verði mikil lyftistöng bæði fyrir borgina og svæðið í heild þar sem mörg störf skapist í og í kringum kjúklingabúið.

Búið er reist í samvinnu við stjórnvöld í Kína og sagt vera hluti af áætlun stjórnvalda til að draga úr fátækt í Kína og tryggja fæðuöryggi.

Markaður fyrir kjúklingakjöt í Kína er mikill og eykst ár frá ári. Fyrirtækið sem stendur að baki byggingu búsins heitir Charoen Pokphand Food. Það er með höfuðstöðvar í Taílandi og er þetta annað stóra kjúklingabúið sem það reisir í Kína. Auk kjúklingaframleiðslu og vinnslu hefur Charoen Pokphand ítök í smásöluverslun, bankastarfsemi og lyfjaframleiðslu í Kína og víðar í Asíu.

Önnur stórtæk kjúklinga­framleiðslufyrirtæki í Kína eru Guangdong Wens Food Stuff Co og Tongwei Group.

Skylt efni: kjúklingabú | Kína

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...