Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Óli Björn Kárason.
Óli Björn Kárason.
Fréttir 3. ágúst 2017

„Stjórnvöld geta ekki setið hjá aðgerðalaus“

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir vanda sauðfjárræktarinnar tvíþættan og deginum ljósara að stjórnvöld geti ekki setið aðgerðalaus. Minnka verður framleiðsluna og hugsanlega taka upp kvótakerfi í sauðfjárrækt.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem situr í atvinnuveganefnd, sagði í samtali við Bændablaðið að fulltrúar í nefndinni hefðu rætt vanda sauðfjárræktarinnar sín á milli og að þeir hefðu áhyggju af stöðunni.

„Það er deginum ljósara að stjórnvöld geta ekki setið hjá að­gerðalaus. Spurningin er því með hvaða hætti á að leysa vandann.“

Tvíþættur vandi

„Persónulega lít ég að vanda sauðfjárbænda sem tvíþættan. Annarsvegar er tímabundinn vandi sem við er að glíma núna sem er minnkandi sala vegna gríðarlegrar verðlækkunar á kjöti í Evrópu vegna innflutningsbanns Rússa á matvæli frá Evrópu.

Við verðum líka að skoða skipulag sauðfjárræktarinnar til lengri tíma Það er alveg ljóst að það verður að draga úr sauðfjárframleiðslu í landinu án þess að ég átti mig á hversu mikill sá samdráttur þarf að vera en mér sýnist að hann sé verulegur.

Til þess að svo verði verða sauð­fjár­bændur annað hvort að bregða búi eða draga úr framleiðslu en ég tel líka augljóst að það verði að tryggja að þeir sem hafa lífsviðurværi að stærstum hluta af sauðfjárrækt geti gert það áfram.

Ætli lendingin verði ekki sú að taka upp kvótakerfi í sauðfjárrækt eins og er í mjólkurframleiðslu.“

Þingmenn hafa rætt vandann við bændur og fulltrúa afurðastöðva

Óli Björn segir að Atvinnuveganefnd hafi ekki hist formlega í sumar og því ekki rætt vanda sauðfjárbænda formlega. „Við höfum að sjálfsögðu rætt málið okkar á milli og svo höfum við sem þingmenn heimsótt bæði bændur og fulltrúa afurðastöðvanna í sumar og rætt vandann við þá.“

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...