Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Óli Björn Kárason.
Óli Björn Kárason.
Fréttir 3. ágúst 2017

„Stjórnvöld geta ekki setið hjá aðgerðalaus“

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir vanda sauðfjárræktarinnar tvíþættan og deginum ljósara að stjórnvöld geti ekki setið aðgerðalaus. Minnka verður framleiðsluna og hugsanlega taka upp kvótakerfi í sauðfjárrækt.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem situr í atvinnuveganefnd, sagði í samtali við Bændablaðið að fulltrúar í nefndinni hefðu rætt vanda sauðfjárræktarinnar sín á milli og að þeir hefðu áhyggju af stöðunni.

„Það er deginum ljósara að stjórnvöld geta ekki setið hjá að­gerðalaus. Spurningin er því með hvaða hætti á að leysa vandann.“

Tvíþættur vandi

„Persónulega lít ég að vanda sauðfjárbænda sem tvíþættan. Annarsvegar er tímabundinn vandi sem við er að glíma núna sem er minnkandi sala vegna gríðarlegrar verðlækkunar á kjöti í Evrópu vegna innflutningsbanns Rússa á matvæli frá Evrópu.

Við verðum líka að skoða skipulag sauðfjárræktarinnar til lengri tíma Það er alveg ljóst að það verður að draga úr sauðfjárframleiðslu í landinu án þess að ég átti mig á hversu mikill sá samdráttur þarf að vera en mér sýnist að hann sé verulegur.

Til þess að svo verði verða sauð­fjár­bændur annað hvort að bregða búi eða draga úr framleiðslu en ég tel líka augljóst að það verði að tryggja að þeir sem hafa lífsviðurværi að stærstum hluta af sauðfjárrækt geti gert það áfram.

Ætli lendingin verði ekki sú að taka upp kvótakerfi í sauðfjárrækt eins og er í mjólkurframleiðslu.“

Þingmenn hafa rætt vandann við bændur og fulltrúa afurðastöðva

Óli Björn segir að Atvinnuveganefnd hafi ekki hist formlega í sumar og því ekki rætt vanda sauðfjárbænda formlega. „Við höfum að sjálfsögðu rætt málið okkar á milli og svo höfum við sem þingmenn heimsótt bæði bændur og fulltrúa afurðastöðvanna í sumar og rætt vandann við þá.“

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...