Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Óli Björn Kárason.
Óli Björn Kárason.
Fréttir 3. ágúst 2017

„Stjórnvöld geta ekki setið hjá aðgerðalaus“

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir vanda sauðfjárræktarinnar tvíþættan og deginum ljósara að stjórnvöld geti ekki setið aðgerðalaus. Minnka verður framleiðsluna og hugsanlega taka upp kvótakerfi í sauðfjárrækt.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem situr í atvinnuveganefnd, sagði í samtali við Bændablaðið að fulltrúar í nefndinni hefðu rætt vanda sauðfjárræktarinnar sín á milli og að þeir hefðu áhyggju af stöðunni.

„Það er deginum ljósara að stjórnvöld geta ekki setið hjá að­gerðalaus. Spurningin er því með hvaða hætti á að leysa vandann.“

Tvíþættur vandi

„Persónulega lít ég að vanda sauðfjárbænda sem tvíþættan. Annarsvegar er tímabundinn vandi sem við er að glíma núna sem er minnkandi sala vegna gríðarlegrar verðlækkunar á kjöti í Evrópu vegna innflutningsbanns Rússa á matvæli frá Evrópu.

Við verðum líka að skoða skipulag sauðfjárræktarinnar til lengri tíma Það er alveg ljóst að það verður að draga úr sauðfjárframleiðslu í landinu án þess að ég átti mig á hversu mikill sá samdráttur þarf að vera en mér sýnist að hann sé verulegur.

Til þess að svo verði verða sauð­fjár­bændur annað hvort að bregða búi eða draga úr framleiðslu en ég tel líka augljóst að það verði að tryggja að þeir sem hafa lífsviðurværi að stærstum hluta af sauðfjárrækt geti gert það áfram.

Ætli lendingin verði ekki sú að taka upp kvótakerfi í sauðfjárrækt eins og er í mjólkurframleiðslu.“

Þingmenn hafa rætt vandann við bændur og fulltrúa afurðastöðva

Óli Björn segir að Atvinnuveganefnd hafi ekki hist formlega í sumar og því ekki rætt vanda sauðfjárbænda formlega. „Við höfum að sjálfsögðu rætt málið okkar á milli og svo höfum við sem þingmenn heimsótt bæði bændur og fulltrúa afurðastöðvanna í sumar og rætt vandann við þá.“

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...