Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
„Er eitthvað óeðlilegt að lambið kosti meira en verksmiðjukjöt?“
Lesendabásinn 17. janúar 2019

„Er eitthvað óeðlilegt að lambið kosti meira en verksmiðjukjöt?“

Höfundur: Sigurður Oddsson

Í mörg ár hefur ódýrt innflutt verksmiðjukjöt og niðurgreiddar landbúnaðarafurðir verið ein helsta röksemd þeirra, sem vilja þjóðina í fjötur ESB. Allir framleiðendur landbúnaðarafurða hafa fengið að heyra, hvað þeirra framleiðsla sé mikið dýrari en í útlöndum.

Merkilegt að hagfræðingar HÍ láti þá í friði sem selja vatn á flöskum miðað við að vatn í eins flöskum eimað úr sjó er helmingi ódýrara á Spáni. Vatnið hér kemur hreint úr krana án þess að þurfi eitthvað að heyja, mjólka o.s.frv. Væru hagfræðingar HÍ sjálfum sér samkvæmir myndu þeir gera kröfu um að vatn skuli flutt inn frá ESB. 

Sauðfjárbændur lagðir í einelti

Sauðfjárbændur hafa fengið að heyra að þeir séu baggi á þjóðfélaginu og nánast lagðir í einelti. Gerður samanburður á verði lambs og heybagga til Noregs. Kannski liggur munurinn í því að heybaggana framleiða bændurnir sjálfir og selja milliliðalaust. Lömbin eru aftur á móti send lifandi í sláturhús. Margar hendur koma að lambinu, áður en afurðirnar koma í sölu. Íslenska lambið er hrein náttúruafurð og villibráð, eins og rjúpan. Er eitthvað óeðlilegt að lambið kosti meira en verksmiðjukjöt?

Við vitum ekkert á hverju innflutt verksmiðjuframleitt kjöt hefur verið alið og sprautað í það fyrir slátrun. Við það bætist hætta á sýkingum t.d. Svínaflensu, sem nú breiðist um meginland Evrópu. 

Við ættum að læra af biturri reynslu dýrasjúkdóma. Bólusett er fyrir garnaveiki, sem ásamt mæðiveiki barst með Karakúlfé til landsins 1933. Mæðiveiki var útrýmt með niðurskurði 1965. Riðuveikina fengum við til landsins 1878 og enn birtast reglulega fréttir af niðurskurði fjár vegna riðuveiki. Hundaæði, gin- og klaufaveiki erum við enn blessunarlega laus við.

Verðmæt erfðaauðlind, sem tryggir fæðuöryggi

Á Íslandi eru hreinustu búfjárstofnarnir, sem eru verðmæt erfðaauðlind, sem tryggir fæðuöryggi þjóðarinnar, þegar öllu er á botninn hvolft. Merkilegt að nokkur hugsandi maður vilja taka sénsinn á að græða á þessum innflutningi með tilliti til þess að nýlega kom fram í rannsókn á Keldum, að erfðaefni mæðiveiki fannst í innfluttum osti (Bændablaðið 13. desember)  og innflutningur á hráu (ófrystu kjöti) mun auka hættuna á innflutningi dýrasjúkdóma og aukinni hættu á sýklalyfjaónæmi í fólki (Karl Kristinsson, sýklarannsóknum Landspítala).

Við verðum að standa vörð um búfjárstofnana með því að aðlaga ekki okkar lög og reglur að ES lögum. Betra væri að taka til fyrirmyndar, hvernig Kína og Nýja-Sjáland vernda sitt lífríki: 

Fyrir mörgum árum sendi ég kavíar til prufupökkunar í Kína. Hann komst ekki inn í landið. Ég talaði við verslunarfulltrúa í kínverska sendiráðinu. Hann sagðist áður hafa unnið í tollinum í Peking og þekkti það að engin matvæli kæmust í gegnum tollinn, nema þeim væri smyglað. Það sannaðist svo á sl. ári, að ég reyndi að senda harðfisk til prufupökkunar í Kína.

Fyrir 15 árum seldum við notaða prentvél til Nýja-Sjálands. Þá kom upp, að ekki mætti neitt ósótthreinsað timbur fara inn í gáminn. Við stífuðum vélina af í gámnum með gagnvörðu pallaefni, sem var vottað sótthreinsað. 

Hjá okkur aftur á móti hafa plöntur lengi verið fluttar inn eftirlitslítið og valdið blómabændum ómældum skaða. Nú er mikið flutt inn af pakkaðri gróðurmold frá ýmsum löndum. Til er nóg af gróðurmold á Íslandi og gjaldeyri væri betur varið í ýmislegt annað, en að flytja inn mold. 

Svo virðist sem EES eða ESB lög séu æðri íslenskum lögum

Krafan um innflutning á hráu kjöti byggist á EES samningnum. Svo virðist sem EES eða ESB lög séu æðri íslenskum lögum þrátt fyrir 100 ára „fullveldið“. Þeir félagar léku illilega af sér, ef viðskiptasamningurinn „ALLT FYRIR EKKERT“ byggist á að taka upp lög ESB.

Fáránlegt var að gera viðskiptasamning á þeirri forsendu að tekin skuli upp lög þeirra landa, sem samningurinn var gerður við.  

Innflutningur á hráu kjöti er rökstuddur með því að Íslendingar snæði kjöt í útlöndum og verði ekki meint af. Það virðist sterk röksemd, en er eins og í lottóinu. Þar er enginn séns á vinning nema að eiga miða. Á sama hátt er meiri séns að dýrasjúkdómar berist til landsins sé hrátt kjöt flutt inn. 

Hvaðan kemur innflutta grænmetið?

Í dag er mest allt innflutt grænmeti merkt upprunaland Holland. Hvaðan kemur það til Hollands? Gæti verið hvaðan sem er en líklega mest frá Spáni, Tyrklandi og Afríku.

Neytendur eiga rétt á að allar matvörur séu uppruna- og rekjanleikamerktar, eins og framleiðendur kjöt- og fiskafurða eru skyldaðir til. 

Í sumar keypti ég kjöt á grillið í kjörbúð. Miði á bakkanum sagði innihaldið vera KINDAKJÖT og ekkert meira. Ég velti fyrir mér, hvort kjötið væri íslenskt eða innflutt, því ég hafði áður verið blekktur til að kaupa innflutta tómata, sem íslenska. Það var fyrir um 10 árum, er ég kom heim úr tveggja vikna fríi. Bakki með tveimur tómötum, sem litu ljómandi vel út, var í ísskápnum. Ég fékk mér bita. Hann fór beina leið í ruslið með millilendingu í vaskinum. Bakkinn var grænn. Alveg eins og bakkar SFG voru á þeim tíma og texti miðans skýr í stóru letri á íslensku. Þegar betur var að gáð stóð neðst í smáu letri: Pakkað fyrir Xxx í Hollandi.

„Þú veist hvaðan það kemur“

SFG hefur í mörg ár byggt upp markað með slagorðinu: „Þú veist hvaðan það kemur“. Allar umbúðir og auglýsingar SFG eru settar upp með sama stílbragði, þannig að maður þarf ekki nema rétt sjá þær eða heyra stefið, þá skynjar heilinn íslensk gæðaframleiðsla.

Sauðfjárbændur og aðrir kjötframleiðendur gætu mikið lært af SFG. Kynnt gæðin með: „Þú veist hvað það étur og hvaðan það kemur“ eða „Þú veist hvaðan það kemur og hvað það étur“ og fylgt eftir með markaðsherferð líkt og var sl. sumar. 

Sigurður Oddsson

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...