Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Jörundur og Sif, stoltir geitabændur á bænum Hrísakoti í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Ef fólk hefur áhuga á að kaupa geitur af þeim, en þau mega selja um allt land, eða kaupa geitakjöt, er alltaf hægt að hafa samband við Sif í síma 898 1124.
Jörundur og Sif, stoltir geitabændur á bænum Hrísakoti í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Ef fólk hefur áhuga á að kaupa geitur af þeim, en þau mega selja um allt land, eða kaupa geitakjöt, er alltaf hægt að hafa samband við Sif í síma 898 1124.
Mynd / MHH
Líf og starf 2. júní 2022

Tannlæknir og háskólaprófessor með 80 geitur í Helgafellssveit

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Það er dásamlegt að vera geitabóndi því geiturnar eru svo skemmtilegar,“ segir Jörundur Svavarsson, háskólaprófessor og geitabóndi á bænum Hrísakoti í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. 

„Þetta eru mannelskar skepnur og þær eru svo klárar og taka upp á ýmsu en eru á sama tíma virkilega góðir vinir manns, þannig að það eru forréttindi að fá að vera geitabóndi.“

Hann og kona hans, Sif Matthíasdóttir, sem er tannlæknir, eru með um 80 geitur og 50 kið. Þá eru þau með fullkomna kjötvinnslu á staðnum þar sem þau vinna afurðirnar af búinu og selja. Jörundur og Sif hafa búið á staðnum síðan 2009 og líkar ákaflega vel að búa í sveit. Búið þeirra er til fyrirmyndar hvað varðar snyrtimennsku. 

„Ég held að við séum komin á toppinn núna, nú förum við að fækka geitunum. Við erum bæði komin á aldur og erum bara tvö að sýsla í þessu, þannig að nú förum við að hægja á okkur,“ segir Sif og hlær.

Skylt efni: geitur | geitfjárrækt

Grasnytjar og þjóðtrú
Líf og starf 6. júlí 2022

Grasnytjar og þjóðtrú

Á síðasta ári gaf Guðrún Bjarnadóttir, eigandi Hespuhússins í Ölfusi, ú...

Líflegt hjá Síldarminjasafninu
Líf og starf 6. júlí 2022

Líflegt hjá Síldarminjasafninu

„Það lítur út fyrir að vertíðin í sumar verði góð, bókanir hafa sjaldan eð...

Arfleið óttans
Líf og starf 5. júlí 2022

Arfleið óttans

Unnur Sólrún Bragadóttir hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu sem ka...

Iðjagræn fegurð og ævintýraleg tré
Líf og starf 5. júlí 2022

Iðjagræn fegurð og ævintýraleg tré

Ljubljana í Slóveninu er falleg borg með mörgum almenningsgörðum og stórum g...

Græn og læsileg rit
Líf og starf 4. júlí 2022

Græn og læsileg rit

Um þessar mundir eru áskrifenduraðfáíhús Garðyrkjuritið og Skógræktarritið.

Stækka hótel og heilsulind
Líf og starf 4. júlí 2022

Stækka hótel og heilsulind

„Það var komin þörf fyrir stækkun, undanfarin ár hefur mikið verið bókað hjá...

Áskoranir skapa tækifæri
Líf og starf 2. júlí 2022

Áskoranir skapa tækifæri

„Það eru blikur á lofti, því er ekki að neita. Allir stórir liðir í rekstrar...

Vintage Valentino, Gucci, Ganni ...
Líf og starf 1. júlí 2022

Vintage Valentino, Gucci, Ganni ...

Heyrst hefur bak við tjöld tískuunnenda að lúxusveldið Valentino hafi haft þa...