Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Jörundur og Sif, stoltir geitabændur á bænum Hrísakoti í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Ef fólk hefur áhuga á að kaupa geitur af þeim, en þau mega selja um allt land, eða kaupa geitakjöt, er alltaf hægt að hafa samband við Sif í síma 898 1124.
Jörundur og Sif, stoltir geitabændur á bænum Hrísakoti í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Ef fólk hefur áhuga á að kaupa geitur af þeim, en þau mega selja um allt land, eða kaupa geitakjöt, er alltaf hægt að hafa samband við Sif í síma 898 1124.
Mynd / MHH
Líf og starf 2. júní 2022

Tannlæknir og háskólaprófessor með 80 geitur í Helgafellssveit

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Það er dásamlegt að vera geitabóndi því geiturnar eru svo skemmtilegar,“ segir Jörundur Svavarsson, háskólaprófessor og geitabóndi á bænum Hrísakoti í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. 

„Þetta eru mannelskar skepnur og þær eru svo klárar og taka upp á ýmsu en eru á sama tíma virkilega góðir vinir manns, þannig að það eru forréttindi að fá að vera geitabóndi.“

Hann og kona hans, Sif Matthíasdóttir, sem er tannlæknir, eru með um 80 geitur og 50 kið. Þá eru þau með fullkomna kjötvinnslu á staðnum þar sem þau vinna afurðirnar af búinu og selja. Jörundur og Sif hafa búið á staðnum síðan 2009 og líkar ákaflega vel að búa í sveit. Búið þeirra er til fyrirmyndar hvað varðar snyrtimennsku. 

„Ég held að við séum komin á toppinn núna, nú förum við að fækka geitunum. Við erum bæði komin á aldur og erum bara tvö að sýsla í þessu, þannig að nú förum við að hægja á okkur,“ segir Sif og hlær.

Skylt efni: geitur | geitfjárrækt

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...