Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kálfasýning fer fram á Sveitasælunni.
Kálfasýning fer fram á Sveitasælunni.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 17. ágúst 2023

Sveitasæla Skagafjarðar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Landbúnaðarsýningin og bændahátíðin Sveitasælan verður haldin í Skagafirði þann 19. ágúst næstkomandi.

Hátíðin er nú endurvakin eftir þriggja ára dvala en hún er haldin af sveitarfélaginu Skagafirði, reiðhöllinni, Búnaðarsambandi Skagfirðinga og búgreinafélögum á svæðinu. Viðburðurinn fer fram í reiðhöllinni á Sauðárkróki. Bændur og áhugafólk um landbúnað gera sér þar glaðan dag, kynna starfsemi sína, handverk og vörur beint frá býli, fram fer kálfasýning, hrútaþukl og aðrar óvæntar uppákomur. Hátíðin verður með myndasamkeppni þar sem myndasmiðir eru beðnir um að sýna sína sveitasælu með því að tagga myndir af hátíðinni og verða vinningar í boði fyrir bestu myndirnar. Hægt er að nálgast allar frekari upplýsingar gegnum samfélagsmiðla Sveitasælunnar.

Listaverk úr íslensku byggi
Líf og starf 29. janúar 2026

Listaverk úr íslensku byggi

Listamaðurinn og hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead undirbýr sýningu í HAKK gallery...

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...