María með dætrum sínum en saman ætla mæðgurnar að vinna að því að nýta rósirnar frá Starrastöðum í ætar afurðir. Ætu rósaafurðirnar yrðu fullnýting á þeim rósum sem ekki eru söluhæfar og myndu annars fara í ruslið.
María með dætrum sínum en saman ætla mæðgurnar að vinna að því að nýta rósirnar frá Starrastöðum í ætar afurðir. Ætu rósaafurðirnar yrðu fullnýting á þeim rósum sem ekki eru söluhæfar og myndu annars fara í ruslið.
Líf og starf 1. nóvember 2021

Rósirnar á Starrastöðum nýttar til manneldis

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ég er rósabóndi og er sjálf að framleiða og selja afskornar rósir á Starrastöðum í Skagafirði. Við framleiðsluna fellur til ýmis úrgangur, eins og knúppar, greinar og laufblöð sem ekki eru söluhæf.

Hugsunin er að reyna að framleiða ætar afurðir úr þessu en það er þekkt að hægt er að nýta rósir í alls kyns matvæli, t.d. rósasykur, rósasalt, rósasultu, rósasmjör, rósate og margt fleira.

„Þetta er allt á tilraunastigi enn þá, við þurfum jú að finna út hvað það er sem við myndum vilja framleiða og smakka okkur áfram, rósasortirnar eru misbragðmiklar,“ segir María Ingiríður Reykdal á Starrastöðum, en hún fékk nýlega styrk úr Matvælasjóði upp á tæplega 3 milljónir króna vegna verkefnisins.

„Tilraunir og vöruþróun á ætum rósum“. María segir að til að byrja með myndi hún prófa að búa eitthvað til heima á Starrastöðum og smakka en nánari vöruþróun og þá einhver framleiðsla myndi fara fram í húsnæði Biopol á Skagaströnd.

„Ég og dætur mínar tvær munum standa að þessu verkefni. Styrkurinn tekur til 6 mánaða tilrauna- og vöruþróunartíma og eftir það ætti að fara af stað einhver framleiðsla og markaðssetning ef vel gengur. Hjá okkur er einnig hugmynd að koma upp kaffihúsi með rósasöluhorni við garðyrkjustöðina og þar yrði væntanlega fyrsta framleiðslan seld,“ bætir María við.

Besti áfangastaður í heimi 2022
Líf og starf 30. nóvember 2021

Besti áfangastaður í heimi 2022

Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ...

Svo til allar lóðir seldar í fyrsta áfanga
Líf og starf 29. nóvember 2021

Svo til allar lóðir seldar í fyrsta áfanga

Meiri áhugi hefur verið á húsum í Hagabyggð í Hörgársveit en gert var ráð fyrir ...

Ræktun á brúskfé
Líf og starf 29. nóvember 2021

Ræktun á brúskfé

Brúskfé er sjaldgæft í íslenska sauðfjárstofninum en margir hrífast af því og fi...

Fjórar viðurkenningar veittar fyrir góð störf
Líf og starf 26. nóvember 2021

Fjórar viðurkenningar veittar fyrir góð störf

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin nýverið en ekki reyndis...

Centaur-dráttarvél, árgerð 1934 er komin til Hvanneyrar
Líf og starf 25. nóvember 2021

Centaur-dráttarvél, árgerð 1934 er komin til Hvanneyrar

Það var hátíðarstund á Land­búnaðar­safni Íslands á Hvanneyri laugardaginn 6. nó...

Margvíslegt hagræði með skiptibeit
Líf og starf 25. nóvember 2021

Margvíslegt hagræði með skiptibeit

Í Lækjartúni í Ásahreppi eru bændurnir byrjaðir á tilraunum í beitarstjórnun, þa...

Hrútasýning í Hrútafirði
Líf og starf 16. nóvember 2021

Hrútasýning í Hrútafirði

Þrátt fyrir áföll í sauðfjárbúskap og slaka afkomu sauðfjárbænda undanfarin ár v...

Ásbjörn Pálsson og Helga Jóhannsdóttir, bændur í Syðri-Haukatungu II, áttu besta lambhrútinn
Líf og starf 12. nóvember 2021

Ásbjörn Pálsson og Helga Jóhannsdóttir, bændur í Syðri-Haukatungu II, áttu besta lambhrútinn

Héraðssýning lambhrúta á Snæ­fellsnesi var haldin laugar­daginn 16. október og v...