Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
María með dætrum sínum en saman ætla mæðgurnar að vinna að því að nýta rósirnar frá Starrastöðum í ætar afurðir. Ætu rósaafurðirnar yrðu fullnýting á þeim rósum sem ekki eru söluhæfar og myndu annars fara í ruslið.
María með dætrum sínum en saman ætla mæðgurnar að vinna að því að nýta rósirnar frá Starrastöðum í ætar afurðir. Ætu rósaafurðirnar yrðu fullnýting á þeim rósum sem ekki eru söluhæfar og myndu annars fara í ruslið.
Líf og starf 1. nóvember 2021

Rósirnar á Starrastöðum nýttar til manneldis

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ég er rósabóndi og er sjálf að framleiða og selja afskornar rósir á Starrastöðum í Skagafirði. Við framleiðsluna fellur til ýmis úrgangur, eins og knúppar, greinar og laufblöð sem ekki eru söluhæf.

Hugsunin er að reyna að framleiða ætar afurðir úr þessu en það er þekkt að hægt er að nýta rósir í alls kyns matvæli, t.d. rósasykur, rósasalt, rósasultu, rósasmjör, rósate og margt fleira.

„Þetta er allt á tilraunastigi enn þá, við þurfum jú að finna út hvað það er sem við myndum vilja framleiða og smakka okkur áfram, rósasortirnar eru misbragðmiklar,“ segir María Ingiríður Reykdal á Starrastöðum, en hún fékk nýlega styrk úr Matvælasjóði upp á tæplega 3 milljónir króna vegna verkefnisins.

„Tilraunir og vöruþróun á ætum rósum“. María segir að til að byrja með myndi hún prófa að búa eitthvað til heima á Starrastöðum og smakka en nánari vöruþróun og þá einhver framleiðsla myndi fara fram í húsnæði Biopol á Skagaströnd.

„Ég og dætur mínar tvær munum standa að þessu verkefni. Styrkurinn tekur til 6 mánaða tilrauna- og vöruþróunartíma og eftir það ætti að fara af stað einhver framleiðsla og markaðssetning ef vel gengur. Hjá okkur er einnig hugmynd að koma upp kaffihúsi með rósasöluhorni við garðyrkjustöðina og þar yrði væntanlega fyrsta framleiðslan seld,“ bætir María við.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...