Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýtt fjós á Syðri-Bægisá reist á rúmu ári
Mynd / Ágúst Ólafsson
Líf og starf 3. ágúst 2018

Nýtt fjós á Syðri-Bægisá reist á rúmu ári

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Það hefur örugglega hvatt hann pabba frekar en hitt að ráðast í þessar fram­kvæmdir af því við Gunnella systir mín erum mjög áhugasamar um búskapinn,“ segir Jónína Þórdís Helgadóttir á Syðri-Bægisá í Hörgársveit.
 
Þar á bæ var nýtt fjós tekið í notkun nýverið, sveitungum var boðið að skoða og var margt um manninn. Ábúendur á Syðri-Bægisá eru hjónin Helgi Bjarni Steinsson og Ragnheiður Margrét Þorsteinsdóttir, dætur þeirra, Gunnella, Jónína Þórdís og Hulda Kristín Helgadætur, amma þeirra systra, Hulda Aðalsteinsdóttir og tengdasynirnir Arnar Rafn Gíslason og Arnþór Gylfi Finnsson.
 
Ragnheiður Margrét Þorsteinsdóttir á Syðri-Bægisá og Árni Arnsteinsson á spjalli.
 
100 ára saga
 
Helgi og Ragnheiður tók við búskapnum af foreldrum hans árið 1981 og hafa staðið fyrir búskap á jörðinni síðan. Steinn, faðir Helga, og Hulda, móðir hans, höfðu tekið við af foreldrum Steins árið 1951 og þótti búskapur þeirri vera til mikillar fyrirmyndar. Það var faðir Steins, Snorri, sem keypti jörðina á því herrans ári 1918, þannig að samfelld búskaparsaga hennar á Syðri-Bægisá nær yfir eina öld. Snorri var að leita sér að jörð til að búa á og fór m.a. í Skagafjörð í því skyni, en jörðin sem hann hafði augastað á þar var seld. Svo vel vildi til að á sama tíma var Syðri-Bægisá til sölu og Snorri keypti. 
 
Áhugi systranna hvatti pabbann
 
Það tók nákvæmlega 13 mánuði að reisa nýju fjósbygginguna sem er 970 fermetrar að stærð, hafist var handa 13. júní í fyrra og verkinu lokið 13. júlí í sumar.  Á Syðri-Bægisá eru nú 46 kýr í fjósi, en 70 básar eru í fjósinu og pláss fyrir 60 kálfa. Allur búnaður er frá Delaval; Mjaltaþjónn, mjólkurtankur, kjarnfóðurbásar, flórsköfuþjarkur, kálfafóstra, ljósabúnaður, innréttingar og básadýnur. 
 
Nýja fjósið leysir gamalt básafjós af hólmi, en það uppfyllti ekki lengur reglugerð um aðbúnað og velferð dýra. Líkt og gengur og gerist með bændur í þeirri stöðu var annaðhvort að hrökkva eða stökkva eins og þar stendur.  Jónína Þórdís segir að gamla fjósið hafi verið úrelt og of kostnaðarsamt að breyta því.
 
„Við systurnar, ég og Gunnella, erum afskaplega áhugasamar um búskapinn og eflaust hefur það gert útslagið þegar ákveðið var að byggja nýtt og stórt fjós hér frá grunni. Það hefur hvatt foreldra okkar í að ráðast í þessar framkvæmdir að sjá að yngri kynslóðin er tilbúin á hliðarlínunni,“ segir Jónína Þórdís.
 
Kýrnar fljótar að aðlagast
 
Hún segir að kýrnar, sem vanar séu básafjósi upp á gamla mátann, hafi verið fljótar að aðlagast við komuna í nýja fjósið. Einkum hafi hún tekið eftir því með yngri kýrnar, þær hafi verið snöggar til, „ætli það sé ekki eins með þær og mannfólkið, eru fljótari til að tileinka sér nýja tækni,“ segir hún. „Þetta var ógnarstórt stökk fyrir þær, gjörbreyting á öllu sem þær áður þekktu og voru vanar, en við tökum eftir að þær eru býsna snöggar að ná áttum. Flestar mættu sjálfar í mjaltir eftir svona viku.“
Hugurinn stefnir í að stækka búið
 
Hugur er í ábúendum á Syðri-Bægisá að auka við búskapinn í kjölfar þess að nýtt fjós er tekið í gagnið. Undanfarin misseri hafa þau verið að kaupa kálfa og búa í haginn til framtíðar. „Við höfum verið að kaupa kvígur og kálfa, en höfðum ekkert pláss fyrir þá hér heima þannig að þeir voru geymdir hjá nágrönnum á einum fjórum bæjum síðastliðinn vetur því við höfðum ekki pláss í gamla fjósinu. 
 
 Við höfum verið að sækja þá síðustu daga og þeir eru nú allir komnir heim. Að auki er gert ráð fyrir að um 11 kvígur beri á árinu og því fjölgar í bústofni sem þeirri tölu nemur þegar líður á árið. Enn fleiri munu bera á næsta ári, „þannig að við náum að vinna fjöldann upp nokkuð hratt og örugglega,“ segir Jónína Þórdís. 
 
Nýja fjósið á Syðri-Bægisá er vel tækjum búið og öll vinnuaðstaða eins og best verður á kosið. Undanfarin misseri hafa bændurnir keypt kálfa og þannig búið í haginn til framtíðar. 
Mynd / Jónína Þórdís Helgadóttir
 

 

11 myndir:

Skylt efni: Fjós | fjósbygging

Stofn, stöngull og myrra
Líf og starf 20. mars 2023

Stofn, stöngull og myrra

Stönglar vaxa ofanjarðar hjá flestum tegundum en einnig kemur fyrir að þeir vaxi...

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023
Líf og starf 20. mars 2023

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023

Ragnar Ragnarsson og Lisa Dombrowe hlutu umhverfis- viðurkenningu Fjallabyggðar ...

Eyrugla
Líf og starf 20. mars 2023

Eyrugla

Eyrugla er nýlegur landnemi hérna á Íslandi. Hún var áður reglulegur gestur en u...

Mesta áskorunin er að stoppa upp uglur
Líf og starf 17. mars 2023

Mesta áskorunin er að stoppa upp uglur

Brynja Davíðsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir uppstoppun á ýmsum tegundum d...

Dráttarvél mýkri en Range Rover
Líf og starf 17. mars 2023

Dráttarvél mýkri en Range Rover

Undanfarna þrjá áratugi hefur hinn breski vinnuvélaframleiðandi JCB framleitt dr...

Gerði lokræsi um land allt
Líf og starf 16. mars 2023

Gerði lokræsi um land allt

Pálmi Jónsson fór um land allt og útbjó lokræsi í ræktarlandi bænda með plógi sm...

Steinefna- og próteinríkur afskurður
Líf og starf 16. mars 2023

Steinefna- og próteinríkur afskurður

Mikið fellur til af stilkum, laufblöðum og öðrum afskurði frá íslenskri garðyrkj...

„Ég brenn fyrir góðum jarðvegi“
Líf og starf 15. mars 2023

„Ég brenn fyrir góðum jarðvegi“

Þann 2. mars síðastliðinn hélt fagráð í lífrænum landbúnaði málþing á Sólheimum ...