Ekki þurftu krakkarnir að fara langt eftir fræinu, sem nóg var af á trjánum á skólalóðinni.
Ekki þurftu krakkarnir að fara langt eftir fræinu, sem nóg var af á trjánum á skólalóðinni.
Mynd / Vefsíða Egilsstaðaskóla.
Líf og starf 2. nóvember 2021

Mikill áhugi fyrir að safna birkifræi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Nemendur í þriðja bekk í Egilsstaðaskóla söfnuðu birkifræi og tóku þátt í átaki Landgræðslunnar og Skógræktarinnar sem felst í að breiða út birkiskóga landsins.

Fræinu sem börnin söfnuðu verður dreift á Egilsstaðahálsi.Fram kemur á vef skólans ekki hafi verið verið leitað langt yfir skammt enda engin ástæða til ef gott birki er innan seilingar.

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri tekur við fræinu og lofaði að koma því fyrir á góðum stað í nágrenninu.

Á skólalóðinni fundust birkitré sem voru alþakin þroskuðum reklum. Krakkarnir sýndu söfnuninni mikinn áhuga og var hvert boxið á fætur öðru fyllt og tæmt í poka.

Í framhaldinu var næsta skref að heimsækja Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra þar sem pokinn var afhentur. Í honum reyndust vera alls 947 grömm af fræi.

Stuðla að betri framtíð

Skógræktarstjóri lofaði að sjá til þess að fræið yrði þurrkað og fundinn góður staður til að sá því svo nýr skógur geti vaxið upp.

Ætlunin er að sá því beint í jörð upp með Egilsstaðahálsi í átt að Rauðshaug. Þannig gagnast þetta í nágrenni Egilsstaða og þar með hafa nemendurnir ungu stuðlað að betri framtíð í umhverfi sínu. 

Besti áfangastaður í heimi 2022
Líf og starf 30. nóvember 2021

Besti áfangastaður í heimi 2022

Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ...

Svo til allar lóðir seldar í fyrsta áfanga
Líf og starf 29. nóvember 2021

Svo til allar lóðir seldar í fyrsta áfanga

Meiri áhugi hefur verið á húsum í Hagabyggð í Hörgársveit en gert var ráð fyrir ...

Ræktun á brúskfé
Líf og starf 29. nóvember 2021

Ræktun á brúskfé

Brúskfé er sjaldgæft í íslenska sauðfjárstofninum en margir hrífast af því og fi...

Fjórar viðurkenningar veittar fyrir góð störf
Líf og starf 26. nóvember 2021

Fjórar viðurkenningar veittar fyrir góð störf

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin nýverið en ekki reyndis...

Centaur-dráttarvél, árgerð 1934 er komin til Hvanneyrar
Líf og starf 25. nóvember 2021

Centaur-dráttarvél, árgerð 1934 er komin til Hvanneyrar

Það var hátíðarstund á Land­búnaðar­safni Íslands á Hvanneyri laugardaginn 6. nó...

Margvíslegt hagræði með skiptibeit
Líf og starf 25. nóvember 2021

Margvíslegt hagræði með skiptibeit

Í Lækjartúni í Ásahreppi eru bændurnir byrjaðir á tilraunum í beitarstjórnun, þa...

Hrútasýning í Hrútafirði
Líf og starf 16. nóvember 2021

Hrútasýning í Hrútafirði

Þrátt fyrir áföll í sauðfjárbúskap og slaka afkomu sauðfjárbænda undanfarin ár v...

Ásbjörn Pálsson og Helga Jóhannsdóttir, bændur í Syðri-Haukatungu II, áttu besta lambhrútinn
Líf og starf 12. nóvember 2021

Ásbjörn Pálsson og Helga Jóhannsdóttir, bændur í Syðri-Haukatungu II, áttu besta lambhrútinn

Héraðssýning lambhrúta á Snæ­fellsnesi var haldin laugar­daginn 16. október og v...