Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ekki þurftu krakkarnir að fara langt eftir fræinu, sem nóg var af á trjánum á skólalóðinni.
Ekki þurftu krakkarnir að fara langt eftir fræinu, sem nóg var af á trjánum á skólalóðinni.
Mynd / Vefsíða Egilsstaðaskóla.
Líf og starf 2. nóvember 2021

Mikill áhugi fyrir að safna birkifræi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Nemendur í þriðja bekk í Egilsstaðaskóla söfnuðu birkifræi og tóku þátt í átaki Landgræðslunnar og Skógræktarinnar sem felst í að breiða út birkiskóga landsins.

Fræinu sem börnin söfnuðu verður dreift á Egilsstaðahálsi.Fram kemur á vef skólans ekki hafi verið verið leitað langt yfir skammt enda engin ástæða til ef gott birki er innan seilingar.

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri tekur við fræinu og lofaði að koma því fyrir á góðum stað í nágrenninu.

Á skólalóðinni fundust birkitré sem voru alþakin þroskuðum reklum. Krakkarnir sýndu söfnuninni mikinn áhuga og var hvert boxið á fætur öðru fyllt og tæmt í poka.

Í framhaldinu var næsta skref að heimsækja Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra þar sem pokinn var afhentur. Í honum reyndust vera alls 947 grömm af fræi.

Stuðla að betri framtíð

Skógræktarstjóri lofaði að sjá til þess að fræið yrði þurrkað og fundinn góður staður til að sá því svo nýr skógur geti vaxið upp.

Ætlunin er að sá því beint í jörð upp með Egilsstaðahálsi í átt að Rauðshaug. Þannig gagnast þetta í nágrenni Egilsstaða og þar með hafa nemendurnir ungu stuðlað að betri framtíð í umhverfi sínu. 

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...