Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Karlarnir í Karlakór Hreppamanna mættu í lopapeysunum sínum og sungu nokkur lög við góðar viðtökur viðskiptavina verslunarinnar.
Karlarnir í Karlakór Hreppamanna mættu í lopapeysunum sínum og sungu nokkur lög við góðar viðtökur viðskiptavina verslunarinnar.
Mynd / MHH
Líf og starf 7. október 2022

Lífland opnar verslun á Selfossi

Höfundur: Magnús Hlynur Hauksson

Fullt var út úr dyrum í nýrri verslun Líflands, sem opnuð var á Austurvegi 69 á Selfossi laugardaginn 1. október sl. Í boði voru opnunartilboð, auk veitinga fyrir gesti og gangandi. Þá mætti Karlakór Hreppamanna og söng nokkur lög. „Við munum bjóða upp á fjölbreytt úrval af búrekstrar- og landbúnaðarvöru, svo sem áhöldum, hreinlætisvörum, fóðri og bætiefnum. Hjá okkur er einnig breitt úrval af girðingarefnum, meindýravörnum, gæludýravöru, útivistarfatnaði og allt til hestamennsku, svo sem reiðfatnaður, skeifur, fóður, reiðtygi og undirburður,“ segir Guðbjörg Jónsdóttir, verslunarstjóri á Selfossi. Með henni starfa þær Sjöfn Finnsdóttir og Guðrún Margrét Valsteinsdóttir. Verslanir Líflands eru nú orðnar sex talsins.

Guðbjörg Jónsdóttir verslunarstjóri, sem er mörgum sunnlenskum bændum kunn.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, lét sig ekki vanta við opnunina en hér er hann með frænku sinni, Rögnu Gunnarsdóttur, sem rekur Baldvin og Þorvald með Guðmundi, manni sínum.

 Forstjóri Líflands, Þórir Haraldsson, vippaði sér upp á stól á opnunardaginn og ávarpaði gesti.

Skylt efni: Lífland

Sveitasælan sem hristi markaðinn
Líf og starf 2. desember 2022

Sveitasælan sem hristi markaðinn

Svíaríki er talið með stöðugri löndum í heiminum í dag. Ekki bara í efnahagslegu...

Heimasmíðuð leikföng, gjafa- og skrautmunir
Líf og starf 2. desember 2022

Heimasmíðuð leikföng, gjafa- og skrautmunir

Hvað er betra eða notalegra en að byrja jólaundirbúninginn á því að heimsækja jó...

Vinna með bilið milli manns og lands
Líf og starf 30. nóvember 2022

Vinna með bilið milli manns og lands

Ný námsbraut sem ber yfir­skriftina Land verður í boði í LungA skólanum á Seyðis...

Rafbók um landbúnað
Líf og starf 30. nóvember 2022

Rafbók um landbúnað

Á dögunum var gefin út rafbókin Landbúnaður liðinna tíma – búnaðarþættir úr Þing...

Lengi býr að fyrstu gerð
Líf og starf 29. nóvember 2022

Lengi býr að fyrstu gerð

Í síðustu tölublöðum Bændablaðsins hefur saga handverksbrugghúsa á Íslandi verið...

Heiðraðar á haustfundi
Líf og starf 29. nóvember 2022

Heiðraðar á haustfundi

Fjórar félagskonur í Kvenfélagi Þistilfjarðar voru á haustfundi félagsins gerðar...

Glaðlega leikur skugginn í sólskininu
Líf og starf 29. nóvember 2022

Glaðlega leikur skugginn í sólskininu

Steinn Kárason garðyrkju- og umhverfishagfræðingur hefur sent frá sér skáldsögun...

Matreiðslunemar fylgdu nauti alla leið
Líf og starf 28. nóvember 2022

Matreiðslunemar fylgdu nauti alla leið

Íslenskt gæðanaut, verkefni á vegum Bændasamtaka Íslands, bauð nýverið tilvonand...