Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Karlarnir í Karlakór Hreppamanna mættu í lopapeysunum sínum og sungu nokkur lög við góðar viðtökur viðskiptavina verslunarinnar.
Karlarnir í Karlakór Hreppamanna mættu í lopapeysunum sínum og sungu nokkur lög við góðar viðtökur viðskiptavina verslunarinnar.
Mynd / MHH
Líf og starf 7. október 2022

Lífland opnar verslun á Selfossi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fullt var út úr dyrum í nýrri verslun Líflands, sem opnuð var á Austurvegi 69 á Selfossi laugardaginn 1. október sl. Í boði voru opnunartilboð, auk veitinga fyrir gesti og gangandi. Þá mætti Karlakór Hreppamanna og söng nokkur lög. „Við munum bjóða upp á fjölbreytt úrval af búrekstrar- og landbúnaðarvöru, svo sem áhöldum, hreinlætisvörum, fóðri og bætiefnum. Hjá okkur er einnig breitt úrval af girðingarefnum, meindýravörnum, gæludýravöru, útivistarfatnaði og allt til hestamennsku, svo sem reiðfatnaður, skeifur, fóður, reiðtygi og undirburður,“ segir Guðbjörg Jónsdóttir, verslunarstjóri á Selfossi. Með henni starfa þær Sjöfn Finnsdóttir og Guðrún Margrét Valsteinsdóttir. Verslanir Líflands eru nú orðnar sex talsins.

Guðbjörg Jónsdóttir verslunarstjóri, sem er mörgum sunnlenskum bændum kunn.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, lét sig ekki vanta við opnunina en hér er hann með frænku sinni, Rögnu Gunnarsdóttur, sem rekur Baldvin og Þorvald með Guðmundi, manni sínum.

 Forstjóri Líflands, Þórir Haraldsson, vippaði sér upp á stól á opnunardaginn og ávarpaði gesti.

Skylt efni: Lífland

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...