Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Karlarnir í Karlakór Hreppamanna mættu í lopapeysunum sínum og sungu nokkur lög við góðar viðtökur viðskiptavina verslunarinnar.
Karlarnir í Karlakór Hreppamanna mættu í lopapeysunum sínum og sungu nokkur lög við góðar viðtökur viðskiptavina verslunarinnar.
Mynd / MHH
Líf og starf 7. október 2022

Lífland opnar verslun á Selfossi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fullt var út úr dyrum í nýrri verslun Líflands, sem opnuð var á Austurvegi 69 á Selfossi laugardaginn 1. október sl. Í boði voru opnunartilboð, auk veitinga fyrir gesti og gangandi. Þá mætti Karlakór Hreppamanna og söng nokkur lög. „Við munum bjóða upp á fjölbreytt úrval af búrekstrar- og landbúnaðarvöru, svo sem áhöldum, hreinlætisvörum, fóðri og bætiefnum. Hjá okkur er einnig breitt úrval af girðingarefnum, meindýravörnum, gæludýravöru, útivistarfatnaði og allt til hestamennsku, svo sem reiðfatnaður, skeifur, fóður, reiðtygi og undirburður,“ segir Guðbjörg Jónsdóttir, verslunarstjóri á Selfossi. Með henni starfa þær Sjöfn Finnsdóttir og Guðrún Margrét Valsteinsdóttir. Verslanir Líflands eru nú orðnar sex talsins.

Guðbjörg Jónsdóttir verslunarstjóri, sem er mörgum sunnlenskum bændum kunn.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, lét sig ekki vanta við opnunina en hér er hann með frænku sinni, Rögnu Gunnarsdóttur, sem rekur Baldvin og Þorvald með Guðmundi, manni sínum.

 Forstjóri Líflands, Þórir Haraldsson, vippaði sér upp á stól á opnunardaginn og ávarpaði gesti.

Skylt efni: Lífland

Listaverk úr íslensku byggi
Líf og starf 29. janúar 2026

Listaverk úr íslensku byggi

Listamaðurinn og hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead undirbýr sýningu í HAKK gallery...

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...