Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jesper Krabbe og Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumeistari Grillsins, hjálpast að við kjötréttinn; lamb, hvítlauksmauk og jurtir.
Jesper Krabbe og Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumeistari Grillsins, hjálpast að við kjötréttinn; lamb, hvítlauksmauk og jurtir.
Mynd / smh
Líf og starf 17. mars 2016

Jesper Krabbe gestakokkur Grillsins bar sigur úr býtum

Höfundur: smh
Fjórir bestu gestakokkarnir á matarhátíðinni Food and Fun kepptu til úrslita á laugardaginn síðastliðinn um nafnbótina Food and Fun-kokkur ársins 2016. Jesper Krabbe, gestakokkur á Grillinu, bar sigur úr býtum.
 
Jesper Krabbe starfar á veitingastaðnum Henne Kirkeby Kro á Vestur-Jótlandi í Danmörku. Síðastliðin tvö ár hefur hann komið með Paul Chunningham, sem er yfirmatreiðslumaður á Henne Kirkeby Kro, og aðstoðað hann sem gestakokkur á Grillinu. Að þessu sinni kom Jesper Krabbe með sinn matseðil og áhrif sem þykir falla vel að matreiðslu Grillsins. Hún einkennist af létt- og einfaldleika, þar sem mikið er lagt upp úr fyrsta flokks hráefni úr nærumhverfinu.
 
Matseðillinn samanstóð af humar, sandhverfu, lambi og handgerðu Omnom-súkkulaði.
Matarhátíðin stóð yfir frá 2.–6. mars, á mörgum af bestu veitingastöðum borgarinnar, en nítján staðir tóku þátt að þessu sinni. 
 
Um 300 gestakokkar komið á Food and Fun
 
Þetta er 15. árið sem hátíðin er haldin, en upphaf hennar má rekja til þess að þeir félagar Sigurður L. Hall og Baldvin Jónsson vildu gæða veitingahúsaflóruna í borginni lífi á þeim árstíma þegar hvað daufast var yfir henni.
 
Baldvin segir að þegar hann horfi til baka standi það upp úr hvernig allt yfirbragð hátíðarinnar hafi breyst. Fyrsta árið áttu þeir í hálfgerðum vandræðum með að fá átta góða staði til að taka þátt, en núna leika þeir sér að því að fá 19 þátttakendur. Hann segir að það sé orðið mjög eftirsótt að koma og fá að taka þátt og honum reiknast til að um 300 gestakokkar hafi komið á þessum tíma. Færri komist að en vilja.
 
Hann segir það líka ánægjuefni að hann verði sífellt var við aukinn áhuga Íslendinga að fara út að borða á þessum tíma. Fólk skipuleggi það gjarnan með góðum fyrirvara í dagbókum sínum hvar og hvenær það ætli að fara út að borða og fórni jafnvel utanlandsferðum. 

9 myndir:

Skylt efni: food and fun | Grillið

Hvað er ... Aspartam?
Líf og starf 20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Aspartam er gerfisæta sem, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), er mögu...

Almenningsgarður rósanna
Líf og starf 19. september 2023

Almenningsgarður rósanna

Ýmis blómgróður þrífst með ágætum á Íslandi en maður rekst ekki á almenningsrósa...

Jafnvígur í sveit & borg
Líf og starf 19. september 2023

Jafnvígur í sveit & borg

Nýr smájepplingur frá Toyota byrjaði að sjást á götunum á síðasta ári. Þetta er ...

Lifum & borðum betur!
Líf og starf 18. september 2023

Lifum & borðum betur!

Yfirskriftina mætti kalla möntru Alberts Eiríkssonar, eins ástsælasta matgæðings...

Snarminnkandi reki við Íslandsstrendur
Líf og starf 15. september 2023

Snarminnkandi reki við Íslandsstrendur

Við rekur á allar fjörur landsins en mestan reka er að finna á norðanverðu Langa...

Austurlamb á undan sinni samtíð
Líf og starf 15. september 2023

Austurlamb á undan sinni samtíð

Árið 2003 sameinuðust tuttugu sauðfjárbændur á Austurlandi um sölu upprunamerkts...

Búið að selja nær alla 6–8 tonna uppskeru næsta árs
Líf og starf 14. september 2023

Búið að selja nær alla 6–8 tonna uppskeru næsta árs

Farsælli tilraunaræktun hvít­lauksbændanna í Neðri­Brekku í Dölum er nú lokið. N...

Hestafræðideildin eflist
Líf og starf 14. september 2023

Hestafræðideildin eflist

Á síðustu misserum hefur hestafræðideild Háskólans á Hólum unnið að því að efla ...