Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Á dögunum var haldin ráðstefna á Egilsstöðum í tengslum við lokaniðurstöður á þriggja ára verkefni Nordic Food in Tourism sem Bændasamtökin voru hluti af. Hér má sjá Ástu Kristínu Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Ferðaklasans og Brynju Laxdal, verkefnisstjóra í verkefninu.
Á dögunum var haldin ráðstefna á Egilsstöðum í tengslum við lokaniðurstöður á þriggja ára verkefni Nordic Food in Tourism sem Bændasamtökin voru hluti af. Hér má sjá Ástu Kristínu Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Ferðaklasans og Brynju Laxdal, verkefnisstjóra í verkefninu.
Mynd / ehg og Sara Tjörvadóttir.
Líf og starf 20. október 2021

Framtíðargreining matvæla í ferðaþjónustu

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Ráðstefna á vegum Nordic Food in Tourism var haldið á Egilsstöðum 30. september síðastliðinn en að verkefninu stóðu átta Norðurlandaþjóðir til þriggja ára en Bændasamtökin höfðu fulltrúa í sérfræðihópnum.

Verkefnið var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni en markmið verkefnisins var að skoða hvernig útlendingar tala um eða skynja norrænan mat og meta áhrif loftslags- og neyslubreytinga á mat í ferðaþjónustu framtíðarinnar til að greina áskoranir og tækifæri sem Norðurlandaþjóðir standa frammi fyrir nú og til framtíðar.

Á ráðstefnunni voru fjölmörg áhugaverð erindi sem tengdust matvælum og ferðaþjónustu. Þar að auki var samtímis haldið Matarmót Matarauðs Austurlands ásamt Hacking Austurland. Á Matarmótinu gátu matvælaframleiðendur á Austurlandi kynnt sínar vörur fyrir væntanlegum kaupendum, söluaðilum og samstarfsaðilum í greininni. Einnig voru haldnir örfyrirlestrar um matvælaframleiðslu, vörur úr heimahéraði, mikilvægi afurðastöðva og tveir Danir kynntu landslagið í þessum efnum í Bornholm í Danmörku.

Hópurinn, sem samanstóð af fulltrúum frá öllum Norðurlöndunum, fengu góða kynningu hjá Eymundi Magnússyni, bónda í Vallanesi, á búskapnum á bænum og fengu að smakka framleiðsluna.

Tækifæri tengd matvælum

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, sem sat í sérfræðihóp Nordic Food in Tourism, segir verk­efnið hafa verið mjög gagnlegt til að máta ýmsa fleti inn í íslenskan veruleika og sjá hvernig þjóðirnar geti nýtt sér niðurstöður verkefnisins en heildarskýrsla verður gefin út í febrúar á næsta ári.

„Ísland var með formennsku árin 2019–2021 í Norrænu ráðherranefndinni og voru nokkur aðalverk­efni sett á oddinn sem tengdust ferðaþjónustu eins og sjálfbær ferðaþjónusta, áhersla á mat í ferðaþjónustu, þjóðgarða og hvernig við meðhöndlum staði í eigu hins opinbera ásamt stafrænni ferðaþjónustu. Þar kemur þetta verkefni inn í Nordic Food in Tourism. Niðurstöður þess verkefnis byggir á greiningum gagna, aðferðum framtíðarfræða og viðtölum við sérfræðinga í samvinnu við fyrirtækið Kairos Future,“ segir Ásta og bætir við:

„Til að kanna hvaða áskoranir og tækifæri við stöndum frammi fyrir hérlendis varðandi mat í ferðaþjónustu voru haldnar tvær vinnustofur í febrúar og mars 2021, annars vegar með völdum sérfræðingum og fulltrúum hagaðila og hins vegar vinnustofa fyrir alla áhugasama. Þátttakendur tengdust matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Nordic Food in Tourism kom enn fremur að tveimur lausnamótum, Hacking Hekla á Suðurlandi og Hacking Norðurland, þar sem unnið var að lausnum sem stuðla að aukinni sjálfbærni og reyndist mikil áhersla lögð á tækifæri tengd matvælum.

Áherslur umræðna á vinnu­stof­unum voru dregnar saman í sex flokka þar sem farið var ítarlega inn í hvern flokk og útbúnar greiningar úr hverjum og einum. Þeir voru ímynd og markaðssetning, matur í ferðaþjónustu, matarmenning og nærsamfélagsneysla, samstarfsvettvangur, menntun og þjálfun, matvælaframleiðsla, nýsköpun og vöruþróun og kerfislægur stuðningur.“ 

Matarmót Matarauðs Austurlands var haldið í framhaldinu af ráðstefnu Nordic Food
in Tourism þar sem matvælaframleiðendur á Austurlandi kynntu sínar vörur fyrir
væntanlegum kaupendum, söluaðilum og samstarfsaðilum í greininni.

Besti áfangastaður í heimi 2022
Líf og starf 30. nóvember 2021

Besti áfangastaður í heimi 2022

Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ...

Svo til allar lóðir seldar í fyrsta áfanga
Líf og starf 29. nóvember 2021

Svo til allar lóðir seldar í fyrsta áfanga

Meiri áhugi hefur verið á húsum í Hagabyggð í Hörgársveit en gert var ráð fyrir ...

Ræktun á brúskfé
Líf og starf 29. nóvember 2021

Ræktun á brúskfé

Brúskfé er sjaldgæft í íslenska sauðfjárstofninum en margir hrífast af því og fi...

Fjórar viðurkenningar veittar fyrir góð störf
Líf og starf 26. nóvember 2021

Fjórar viðurkenningar veittar fyrir góð störf

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin nýverið en ekki reyndis...

Centaur-dráttarvél, árgerð 1934 er komin til Hvanneyrar
Líf og starf 25. nóvember 2021

Centaur-dráttarvél, árgerð 1934 er komin til Hvanneyrar

Það var hátíðarstund á Land­búnaðar­safni Íslands á Hvanneyri laugardaginn 6. nó...

Margvíslegt hagræði með skiptibeit
Líf og starf 25. nóvember 2021

Margvíslegt hagræði með skiptibeit

Í Lækjartúni í Ásahreppi eru bændurnir byrjaðir á tilraunum í beitarstjórnun, þa...

Hrútasýning í Hrútafirði
Líf og starf 16. nóvember 2021

Hrútasýning í Hrútafirði

Þrátt fyrir áföll í sauðfjárbúskap og slaka afkomu sauðfjárbænda undanfarin ár v...

Ásbjörn Pálsson og Helga Jóhannsdóttir, bændur í Syðri-Haukatungu II, áttu besta lambhrútinn
Líf og starf 12. nóvember 2021

Ásbjörn Pálsson og Helga Jóhannsdóttir, bændur í Syðri-Haukatungu II, áttu besta lambhrútinn

Héraðssýning lambhrúta á Snæ­fellsnesi var haldin laugar­daginn 16. október og v...