Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Framleiðir ís fyrir smábátasjómenn
Líf og starf 4. júlí 2016

Framleiðir ís fyrir smábátasjómenn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gunnsteinn Gíslason, fyrrverandi oddviti í Árneshreppi, lætur ekki deigan síga þrátt fyrir að vera 84 ára gamall.

Eftir að hann lét af störfum sem oddviti Árneshrepps og kaupfélagsstjóri í Norðurfirði keypti hann ísvél og selur smábátasjómönnum ís til að kæla aflann.

Verið að lengja hafnargarðinn

„Hér eru rúmlega tuttugu bátar sem gera út á strandveiðar og veiðarnar ganga ágætlega en þetta eru ekki menn með fasta búsetu hér. Það er verið að stórbæta aðstöðuna í höfninni með því að lengja hafnargarðinn og hugsanlega koma fleiri bátar á næsta ári í kjölfar þess.“

Síðasta húsið byggt fyrir 23 árum

Gunnsteinn, sem man tímana tvenna í Árneshreppi, segir leiðinlegt að horfa upp á hversu fátt fólk býr í hreppnum. „Mér skilst að það séu rétt 50 manns á íbúaskrá núna en í mesta lagi 35 sem búa hér allt árið. Líklega er kjörskráin besti mælikvarðinn á íbúaþróun hér og samkvæmt henni fækkar ungu fólki hér í hvert sinn sem er kosið.

Samkvæmt lögum  þarf 50 manns til að hér geti verið sjálfstætt sveitarfélag og lögin kveða á um að ef íbúatala sveitarfélags er undir 50 tvö ár í röð beri félagsmálaráðuneytinu að sameina það örðu sveitarfélagi.

Ég og eiginkonan ­byggðum síðasta íbúðarhúsið í hreppnum, Bergistanga, fyrir 23 árum og þar sem enginn byggir hús getur enginn búið. Við sem eftir erum hér enn erum öll komin á aldur og hætt að búa til börn þannig að ég er hræddur um að heilsársbyggð hér eigi eftir að leggjast af eftir að við sérvitringarnir yfirgefum þennan heim.“

Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og v...

Skaði asparglytta myndaður með dróna
Líf og starf 29. maí 2023

Skaði asparglytta myndaður með dróna

Rannsóknarsvið Skógræktarinnar á Mógilsá verður með spennandi verkefni í sumar, ...

Vakta gróður og jarðveg
Líf og starf 26. maí 2023

Vakta gróður og jarðveg

Landgræðslan stóð fyrir opnum kynningar- og samráðsfundi um verkefnið GróLind í ...

Fundarhamar úr peruvið
Líf og starf 25. maí 2023

Fundarhamar úr peruvið

Fallegt íslenskt handverk var í lykilhlutverki á lokaathöfn leiðtogafundar Evróp...

Puttalingar eru snakkpylsur úr ærkjöti
Líf og starf 24. maí 2023

Puttalingar eru snakkpylsur úr ærkjöti

Fyrir rúmu ári var veflæga markaðstorgið Matland (matland. is) opnað matgæðingum...

Fjárfestingarátak fyrir ung og lítt þróuð félög
Líf og starf 24. maí 2023

Fjárfestingarátak fyrir ung og lítt þróuð félög

Nýsköpunarsjóður hefur hafið fjárfestingarátak fyrir félög sem komin eru skammt ...

Breskur vélaiðnaður sem lifir enn
Líf og starf 24. maí 2023

Breskur vélaiðnaður sem lifir enn

Bændablaðinu var boðið að skoða höfuðstöðvar JCB í Staffordskíri á Englandi. JCB...

Gamla kirkjan nýtt sem svíta
Líf og starf 24. maí 2023

Gamla kirkjan nýtt sem svíta

Mánudaginn 15. maí opnaði Hótel Blönduós dyr sínar á nýjan leik eftir gagngerar ...