Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Johan tekst á við hampplönturnar, sem nú er verið að þurrka í kjallara skólans.
Johan tekst á við hampplönturnar, sem nú er verið að þurrka í kjallara skólans.
Líf og starf 6. október 2021

Framhald sjálfbærnilotu Sólstafa

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú fyrr í sumar vöktum við hér hjá Bændablaðinu athygli á sjálfbærnilotu 6.–7. bekkjar Waldorfskólans Sólstafa – en þá gróðursettu nemendur og kennarar um 2.500 plöntur af iðnaðarhampi.

Ætlunin var, og er enn, að gera hampsteypu úr uppskerunni og steypa pítsuofn svo hægt væri að baka föstudagspítsuna úti á skólalóðinni.
(www.bbl.is/folk/lif-og-starf/med-fostudagspitsuna-i-bigerd)

Vonast var til að plönturnar sem forræktaðar voru í skólanum og gróðursettar í Skammadal héldu velli og myndu ná að minnsta kosti 1–2 m að hæð. Allt kom þó fyrir ekki vegna úrhellisrigningar, roks og kulda sem dundi á þeim fyrstu vikurnar og því varð allhressilegur uppskerubrestur snemma sumars.

Hampfélagið kemur til aðstoðar

Þeir félagar Johan Andersson og Gunnar Dan Wiium, sem standa fyrir sjálfbærnilotunni, höfðu þó áttað sig á að slíkt gæti gerst, og í samvinnu við Hampfélagið var farið ásamt kvikmyndatökuliði í Garðyrkjuskólann í Hveragerði þar sem þeir, fyrir hönd Sólstafa, fengu gefna um 20 m² af 3–4 metra háum iðnaðarhamp.

Hampfélagið stendur að gerð heimildarmyndar um ræktun iðnaðarhamps á Íslandi og hefur kvikmyndatökuliðið verið á ferð víða um landið þar sem slík framleiðsla á sér stað. Óx þessi gróskulegi hampur, sem Sólstafir fengu, upp af yrki sem er sérstaklega hannað með nýtingu stilka/trefja í huga – en það hentar verkefni sjálfbærnilotunnar einmitt einstaklega vel.

Trénið aðskilið trefjunum

Aðspurður sagði Gunnar: „Nú stendur yfir þurrkun á hampinum í kjallara skólans, því næst fer vinna af stað, til að aðskilja trefjarnar og trénið. Trefjarnar eru ysta lag stilksins sem við munum nota í textíllotur með Brynhildi Þórðardóttur handverkskennara á meðan trénið, sem er stökkara og kurlast í minni einingar, verður notað í gerð trefjaplata fyrir smáföndur, útskurð, skartgripi, pappír og síðast en ekki síst, pítsuofn.“

Gaman er að fylgjast með ferlinu hjá krökkunum sem nú eru í 7 og 8 bekk, og eru margir hverjir mjög spenntir fyrir næsta skrefi, sem er að steypa pítsuofninn ...og baka pítsur.

Við hlökkum til að koma aftur í heimsókn og smakka!

Er að hefja framleiðslu og sölu á gosdrykkjum með íslenskum jurtum
Líf og starf 24. maí 2022

Er að hefja framleiðslu og sölu á gosdrykkjum með íslenskum jurtum

„Það er allt að fara á fullt fyrir sumarið og við erum mjög spennt að sjá hverja...

Dvergkindur og kryddjurtir töfralausnir í ræktuninni
Líf og starf 23. maí 2022

Dvergkindur og kryddjurtir töfralausnir í ræktuninni

Höskuldur Ari Hauksson hefur verið vínbóndi í Hünenberg See í kantónunni Zug í m...

Áburður á norðausturhornið
Líf og starf 20. maí 2022

Áburður á norðausturhornið

Bændur hafa undanfarið verið í óða önn að bera áburð á tún sín, sumir eru enn að...

Matland er nýr vefmiðill og markaðstorg sem er helgað íslenskum matvælum
Líf og starf 17. maí 2022

Matland er nýr vefmiðill og markaðstorg sem er helgað íslenskum matvælum

Tjörvi Bjarnason er kunnur af störfum sínum í útgáfu- og kynningarmálum fyrir Bæ...

Pottaplöntur við íslenskar aðstæður
Líf og starf 16. maí 2022

Pottaplöntur við íslenskar aðstæður

Allt í blóma er ný íslensk bók sem fjalar um ræktun pottaplantan við íslenskar a...

Innsýn í blóðmerahald á Íslandi
Líf og starf 13. maí 2022

Innsýn í blóðmerahald á Íslandi

Í erindi sem hún hélt á Búnaðarþingi veitti Bóel Anna Þórisdóttir innsýn inn í b...

Illgresi andskotans
Líf og starf 12. maí 2022

Illgresi andskotans

Nýverið sendi Þorsteinn Úlfar Björnsson frá sér bók sem hann kallar Illgresi and...

Ungmennasamband Eyjafjarðar 100 ára
Líf og starf 9. maí 2022

Ungmennasamband Eyjafjarðar 100 ára

Ungmennasamband Eyja­fjarðar, UMSE, fagnaði 100 ára afmæli sínu með hófi í Lauga...