Ekkert hálfkák og sút
Líf og starf 15. nóvember 2022

Ekkert hálfkák og sút

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hermann Jóhannesson hagyrðingur hélt uppá áttræðisafmæli sitt fyrir skömmu með því að senda frá sér bók með kvæðum sínum og lausavísum.

Í bókinni, sem heitir Ekkert hálfkák og sút, er að finna vel á annað hundrað vísur og nokkur kvæði.

Í kynningu um bókina segir að þegar margir héldu að hin forna list lausavísunnar hefði lotið í lægra haldi fyrir nútímanum, varð undur og hún gekk í endurnýjun lífdaga, öllum að óvörum.

Þar segir að kannski hafi það verið miðlunartækni nútímans, internetið, sem blés lífi í hefðbundna vísnagerð. Daglega fljúga lausavísur, ferskeytlur og limrur manna á milli á netinu.

Höfundurinn er fæddur að Kleifum í Gilsfirði árið 1942 og fagnar því áttatíu ára afmæli á árinu. Hermann var lengi þingfréttaritari og í bókinni er að finna ýmsar vísur um ráðherra og alþingismenn.

Bókin er tekin saman af Ragnari Inga Aðalsteinssyni auk þess sem hann annaðist útgáfuna og ritaði inngang og skýringar.

Bókaútgáfan Sæmundur sá um útgáfuna.

Skylt efni: Bækur | bókaútgáfa

  Öflugur keppinautur
Líf og starf 7. desember 2022

Öflugur keppinautur

Japanski bílaframleiðandinn sem var frumkvöðull í þróun rafmagnsbíla fyrir áratu...

Hráefnisskortur í framleiðslu jóladagatala
Líf og starf 5. desember 2022

Hráefnisskortur í framleiðslu jóladagatala

Lionsklúbburinn Freyr tilkynnti í vikunni að ekkert verði af árlegri sölu jólada...

Tuttugu og sjö ára rennsli
Líf og starf 5. desember 2022

Tuttugu og sjö ára rennsli

Í iðnaðarhverfi Hafnarfjarðar, nánar tiltekið í Dalshrauninu, má finna félagsska...

Sveitasælan sem hristi markaðinn
Líf og starf 2. desember 2022

Sveitasælan sem hristi markaðinn

Svíaríki er talið með stöðugri löndum í heiminum í dag. Ekki bara í efnahagslegu...

Heimasmíðuð leikföng, gjafa- og skrautmunir
Líf og starf 2. desember 2022

Heimasmíðuð leikföng, gjafa- og skrautmunir

Hvað er betra eða notalegra en að byrja jólaundirbúninginn á því að heimsækja jó...

Vinna með bilið milli manns og lands
Líf og starf 30. nóvember 2022

Vinna með bilið milli manns og lands

Ný námsbraut sem ber yfir­skriftina Land verður í boði í LungA skólanum á Seyðis...

Rafbók um landbúnað
Líf og starf 30. nóvember 2022

Rafbók um landbúnað

Á dögunum var gefin út rafbókin Landbúnaður liðinna tíma – búnaðarþættir úr Þing...

Lengi býr að fyrstu gerð
Líf og starf 29. nóvember 2022

Lengi býr að fyrstu gerð

Í síðustu tölublöðum Bændablaðsins hefur saga handverksbrugghúsa á Íslandi verið...