Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skálholt er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins, enda koma þar margar rútur á hverjum degi ársins með ferðamenn.
Skálholt er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins, enda koma þar margar rútur á hverjum degi ársins með ferðamenn.
Líf og starf 15. febrúar 2018

Biskupshúsið í Skálholti fær nýtt hlutverk

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Það er augljóst að hraða þarf framkvæmdum eins fljótt og auðið er, einfaldlega vegna þess að hinn stöðugi straumur ferðamanna þarfnast þjónustu sem staðurinn getur ekki sinnt nema að litlu leyti við þær aðstæður sem nú eru,“ segir Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, vegna nýs vígslubiskupshúss sem stendur til að byggja á staðnum. 
 
Haldin var samkeppni um hönnun hússins og var dómnefnd sammála um að mæla með tillögu ASK arkitekta til frekari útfærslu. Áhersluatriði keppnislýsingar voru: Innra fyrirkomulag, aðlögun húss að nýrri starfsemi, aðkoma og tengingar við nærliggjandi umhverfi og mannvirki, samhljómur við aðrar byggingar og umhverfi Skálholts og hagkvæmni í byggingu og rekstri. +
 
Svona mun biskupshúsið í Skálholti líta út samkvæmt tillögu ASK arkitekta.
 
Þjónustuhús fyrir  ferðamenn
 
Með breytingu á biskupshúsinu, frá því að vera heimili og móttökurými vígslubiskups, og aðstaða fyrir Skálholtsskórinn og organistann, verður nýja húsið  þjónustuhús fyrir kirkjugesti og ferðamenn. Reiknað er með að framkvæmdir við húsið hefjist í byrjun sumars. „Ég er hvorki fagmaður né spámaður og ætla ekki að geta mér til um kostnað eða byggingalok,“ bætti Kristján Valur við þegar hann var spurður út í kostnað við framkvæmdina. 

Skylt efni: Skálholt

Listaverk úr íslensku byggi
Líf og starf 29. janúar 2026

Listaverk úr íslensku byggi

Listamaðurinn og hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead undirbýr sýningu í HAKK gallery...

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...