Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hjólað niður í Arnarfjörð af gömlu leiðinni yfir Hrafnseyrarheiði. Bíldudalur í fjarska.
Hjólað niður í Arnarfjörð af gömlu leiðinni yfir Hrafnseyrarheiði. Bíldudalur í fjarska.
Líf og starf 30. nóvember 2021

Besti áfangastaður í heimi 2022

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var nýlega.

Val Lonely Planet mun beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum sem mun reynast mikil lyftistöng fyrir ferða­þjónustuna á svæðinu og á Íslandi almennt.

„Fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum fæst ekki jafn glæsileg viðurkenning og Best in Travel hjá Lonely Planet er. Ég hef oft sagt að Vestfirðir eigi mikið inni þegar kemur að ferðaþjónustu og þarna sjáum við það alveg svart á hvítu að þetta einstaka svæði sker sig úr í samkeppni við alla rómuðustu áfangastaði heimsins,“ segir Díana Jóhannsdóttir hjá Áfangastaðastofu Vestfjarða.

Ferðaþjónusta hefur átt undir högg að sækja vegna Covid-19 síðastliðin tvö ár, en sjá mátti viðsnúning í sumar þegar erlendir ferðamenn ferðuðust í auknum mæli aftur til Íslands og til Vestfjarða þegar létti á ferðatakmörkunum. „Eftir áföll síðustu ára vegna heimsfaraldurs er svona viðurkenning mikið tækifæri fyrir ferðaþjónustu á Vestfjörðum og liður í því að greinin taki næsta stóra skref fram á við. Ferðaþjónustan á Vestfjörðum er að koma sterk til baka eftir heimsfaraldurinn og stefnir hratt upp á við. Samhliða uppbyggingu ferðaþjónustusegla, eins og á Bolafjalli, mun þessi viðurkenning skipta sköpum fyrir vöxt og viðgang ferðaþjónustu á Vestfjörðum,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar. 

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...