Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Árshringurinn í heild. Myndin er tekin á Nýlistasafninu við Vatnsstíg.
Árshringurinn í heild. Myndin er tekin á Nýlistasafninu við Vatnsstíg.
Mynd / Listasafn Reykjavíkur
Líf og starf 3. janúar 2023

Árshringurinn varð til við Ölfusá

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vefnaðarverk Hildar Hákonar­dóttur, Árshringurinn, sem hékk lengi á Hótel Sögu, samanstóð af tólf hlutum sem táknuðu gróður jarðar árið um kring og hugsuð sem ein heild.

Hildur Hákonardóttir listakona.

Hluti verksins verður til sýnis á yfirlitssýningu Hildar á Kjarvalsstöðum í janúar. Verkið, sem kallaðist einnig Himinn og jörð, hékk lengi í heild sinni á Sögu en síðan skipt upp og verkið hengt upp í hlutum á mismunandi stöðum á hótelinum en síðar tekið niður og sett í geymslu og svo virðist sem tveir hlutar hafa glatast.

Víður sjóndeildarhringur

Hildur segir að tildrög verksins séu þau að hún hafi flutt úr Vesturbænum í Reykjavík árið 1980 á lóð við Ölfusá. 

„Fyrir mig, manneskju sem hafði lengi búið þar sem sólargangurinn var þröngur á vissum árstímum vegna húsanna í kring, var ótrúlega spennandi að horfa á víðan sjóndeildarhringinn og upplifa hring árstíðanna.

Það var mjög bjart þarna og gömlu mennirnir í sveitinni sögðu mér að það væri vegna endurskins frá Ingólfsfjalli og að það glampaði ljósið upp af ánni frá Selfossi hinum megin og þannig að það var eiginlega aldrei myrkur.

Ég ræktaði grænmeti til heimilisins þarna og einsetti mér að fylgjast með árshringnum og varð mjög upptekin af samspili himins og jarðar og í því umhverfi og hugarástandi varð verkið til.“ Hildur segir að hún hafi búið til fleiri verk á þessum tíma sem tengdust tímanum og hún hafi reynt að setja sig inn í hugsunargang fólks sem var uppi áður en klukka kom og fólk var upplýst um það reglulega í útvarpi hvað tímanum leið og liðið eftir sólarganginum og árstíðunum og var í sambandi við árshringinn.

„Það var hin eiginlega uppspretta verksins.“

Í vörslu Listasafns Reykjavíkur

Árið 2018 voru tíu hlutar verksins lánuð á sýninguna High and Low í Kaupmannahöfn. Eftir að teppunum var skilað fóru þau aftur í geymslu á Hótel Sögu og gleymdust þar til Andri Jónsson, umsjónarmaður fasteignarinnar, fann tíu þeirra við tiltekt í geymslum hótelsins vegna eigendaskipta hússins.

Náðst hefur samkomulag um að verkið verði í framtíðinni í vörslu Listasafns Reykjavíkur og verður það hluti af Rauðum þræði sem er heildarsýning á verkum Hildar á Kjarvalsstöðum sem verður opnuð 14. janúar næstkomandi.

Hildur Hákonardóttir um Árshringinn

Himinn og jörð mætast

Verkið er hafið á vorjafndægrum. Í hverjum mánuði í heilt ár óf ég teppi, sem lýsir mótum himins og jarðar, hinum síbreytilegu litum veðrabrigða, birtu og árstíða.

Í mars glittir í grænt og brúnt í gulu vetrargrasi.
Í apríl hefur grænkað en vorhret ógnar gróðri.
Í maí rennur grængresið saman við bláma himinsins. Í júní er blómskrúðið í algleymingi.
Í júlí sést í munstur ljáfaranna.
Í ágúst skín í bleika grasrótina.
Í september eru litir haustsins upphafnir.
Í október fellur fyrsta snjófölið.
Í nóvember liggur frosið vatn yfir landinu.
Í desember situr miðsvetrarsól við sjóndeildarhring. Í janúar eru himinn og jörð hvít af snjó.
Í febrúar tekur aftur að sjá í auða jörð.
Hringrás árstíðanna hefst að nýju.

Skylt efni: vefnaðarverk

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....