Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dominik herravettlingar
Mynd / Aðsend
Hannyrðahornið 25. ágúst 2021

Dominik herravettlingar

Höfundur: Brynja Bjarnadóttir

Byssuvettlingar (veiðivettlingar – símavettlingar).

Hönnun: Brynja Bjarnadóttir.

Efni: 80 gr. Hulduband frá Uppspuna. Prjónastærð: Sokkaprjónar no 3.
Fitja upp 48 lykkjur. Þá verða 12 lykkjur á hverjum prjóni.

Stroff
Stroff er prjónað 2 sléttar lykkjur og 2 brugnar lykkjur, prjónað þar til stroffið mælist 7 cm.

Hægrihandar vettlingur

Hér eftir eru prjónað slétt.

Prjóna 1 umferð og aukið út um eina lykkju á hverjum prjóni. Alls 52 lykkjur. Prjóna 3 umferðir.

Nú er komið að því að auka út fyrir þumlinum. Það er gert á eftirfarandi hátt:

Prjóna 2 lykkjur, setja prjónamerki, auka út um eina lykkju, prjóna 8 lykkjur, auka út um eina lykkju, setja prjónamerki. Prjóna út umferðina.

Prjóna 3 umferðir.

Prjóna 2 lykkjur, færa prjónamerki, auka út um eina lykkju, prjóna 10 lykkjur, auka út um eina lykkju, færa prjónamerki. Prjóna út umferðina.

Prjóna 3 umferðir.

Prjóna 2 lykkjur, færa prjónamerki, auka út um eina lykkju, prjóna 12 lykkjur, auka út um eina lykkju, færa prjónamerki. Prjóna út umferðina.

Prjóna 3 umferðir.

Þumalgat. Prjóna 2 lykkjur, setja 14 lykkjur á nælu, fitja upp 8 lykkjur, prjóna út umferðina. Þá eru alls 52 lykkjur.

Prjóna 17 umferðir.

Gat fyrir vísifingur: Setja 7 lykkjur af fjórða prjóni á nælu og 7 lykkjur af fyrsta prjóni.

Fitja upp 3 lykkjur á milli fjórða prjóns og fyrsta prjóns. Lykkjurnar eru settar á þrjá prjóna, þ.e. lykkjur af fyrsta og fjórða prjóni eru sameinaðar á einn prjón (fyrsti prjónn). Jafnið lykkjufjölda á prjónunum á eftirfarandi hátt: Færið 4 lykkjur af prjóni eitt á prjón þrjú, færið fjórar lykkjur af prjóni eitt á prjón tvö. Alls 41 lykkja.

Prjónið 11 umferðir.

Úrtaka

Nú byrjar úrtaka bakhandarmegin (hjá litla fingri) á prjóni tvö og þrjú.

Prjónað er slétt þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni tvö. Næstu tvær lykkjur eru prjónaðar saman. Á prjóni þrjú er fyrsta lykkjan tekin óprjónuð, næsta lykkja prjónuð og óprjónuðu lykkjunni steypt yfir.

Prjóna 2 umferðir.

Í næstu umferð er tekið úr á öðrum og þriðja prjóni eins og lýst er að ofan. Prjóna 1 umferð.

Hér eftir er tekið úr í hverri umferð þar til 7 lykkjur eru eftir á hverjum prjóni, alls 21 lykkja.

Í næstu umferð er bætt við úrtöku í miðju fyrsta prjóns og miðjulykkjurnar tvær prjónaðar saman. Prjóna áfram og taka eins og áður úr í lok annars prjóns og byrjun þriðja prjóns. Þetta er endurtekið þar til 2 lykkjur eru eftir á hverjum prjóni. Slítið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar.

Vísifingur

Setja lykkjurnar 14 sem eru á nælu á sitt hvorn prjóninn, taka upp 6 lykkjur milli vísifingurs og löngutangar. Alls 20 lykkjur. Prjóna 10 umferðir slétt, fella af með einu númeri stærri prjón.

Þumalfingur

Setja lykkjurnar 14 sem eru á nælu á sitt hvorn prjóninn. Taka upp 8 lykkjur þar sem fitjað var upp. Prjóna 10 umferðir slétt, fella af með einu númeri stærri prjón.

Vinstrihandar vettlingur

Næst er prjónaður vinstrihandarvettlingur. Þá þarf að passa að spegla vettlingnum m.v. þann hægri. Þá verður útaukning fyrir þumal og þumalgat á fjórða prjóni.

Frágangur

Gengið er frá endum, vettlingarnir þvegnir og þæfðir létt í höndum. Undnir varlega og lagðir til þerris.

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð