Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Dominik herravettlingar
Mynd / Aðsend
Hannyrðahornið 25. ágúst 2021

Dominik herravettlingar

Höfundur: Brynja Bjarnadóttir

Byssuvettlingar (veiðivettlingar – símavettlingar).

Hönnun: Brynja Bjarnadóttir.

Efni: 80 gr. Hulduband frá Uppspuna. Prjónastærð: Sokkaprjónar no 3.
Fitja upp 48 lykkjur. Þá verða 12 lykkjur á hverjum prjóni.

Stroff
Stroff er prjónað 2 sléttar lykkjur og 2 brugnar lykkjur, prjónað þar til stroffið mælist 7 cm.

Hægrihandar vettlingur

Hér eftir eru prjónað slétt.

Prjóna 1 umferð og aukið út um eina lykkju á hverjum prjóni. Alls 52 lykkjur. Prjóna 3 umferðir.

Nú er komið að því að auka út fyrir þumlinum. Það er gert á eftirfarandi hátt:

Prjóna 2 lykkjur, setja prjónamerki, auka út um eina lykkju, prjóna 8 lykkjur, auka út um eina lykkju, setja prjónamerki. Prjóna út umferðina.

Prjóna 3 umferðir.

Prjóna 2 lykkjur, færa prjónamerki, auka út um eina lykkju, prjóna 10 lykkjur, auka út um eina lykkju, færa prjónamerki. Prjóna út umferðina.

Prjóna 3 umferðir.

Prjóna 2 lykkjur, færa prjónamerki, auka út um eina lykkju, prjóna 12 lykkjur, auka út um eina lykkju, færa prjónamerki. Prjóna út umferðina.

Prjóna 3 umferðir.

Þumalgat. Prjóna 2 lykkjur, setja 14 lykkjur á nælu, fitja upp 8 lykkjur, prjóna út umferðina. Þá eru alls 52 lykkjur.

Prjóna 17 umferðir.

Gat fyrir vísifingur: Setja 7 lykkjur af fjórða prjóni á nælu og 7 lykkjur af fyrsta prjóni.

Fitja upp 3 lykkjur á milli fjórða prjóns og fyrsta prjóns. Lykkjurnar eru settar á þrjá prjóna, þ.e. lykkjur af fyrsta og fjórða prjóni eru sameinaðar á einn prjón (fyrsti prjónn). Jafnið lykkjufjölda á prjónunum á eftirfarandi hátt: Færið 4 lykkjur af prjóni eitt á prjón þrjú, færið fjórar lykkjur af prjóni eitt á prjón tvö. Alls 41 lykkja.

Prjónið 11 umferðir.

Úrtaka

Nú byrjar úrtaka bakhandarmegin (hjá litla fingri) á prjóni tvö og þrjú.

Prjónað er slétt þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni tvö. Næstu tvær lykkjur eru prjónaðar saman. Á prjóni þrjú er fyrsta lykkjan tekin óprjónuð, næsta lykkja prjónuð og óprjónuðu lykkjunni steypt yfir.

Prjóna 2 umferðir.

Í næstu umferð er tekið úr á öðrum og þriðja prjóni eins og lýst er að ofan. Prjóna 1 umferð.

Hér eftir er tekið úr í hverri umferð þar til 7 lykkjur eru eftir á hverjum prjóni, alls 21 lykkja.

Í næstu umferð er bætt við úrtöku í miðju fyrsta prjóns og miðjulykkjurnar tvær prjónaðar saman. Prjóna áfram og taka eins og áður úr í lok annars prjóns og byrjun þriðja prjóns. Þetta er endurtekið þar til 2 lykkjur eru eftir á hverjum prjóni. Slítið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar.

Vísifingur

Setja lykkjurnar 14 sem eru á nælu á sitt hvorn prjóninn, taka upp 6 lykkjur milli vísifingurs og löngutangar. Alls 20 lykkjur. Prjóna 10 umferðir slétt, fella af með einu númeri stærri prjón.

Þumalfingur

Setja lykkjurnar 14 sem eru á nælu á sitt hvorn prjóninn. Taka upp 8 lykkjur þar sem fitjað var upp. Prjóna 10 umferðir slétt, fella af með einu númeri stærri prjón.

Vinstrihandar vettlingur

Næst er prjónaður vinstrihandarvettlingur. Þá þarf að passa að spegla vettlingnum m.v. þann hægri. Þá verður útaukning fyrir þumal og þumalgat á fjórða prjóni.

Frágangur

Gengið er frá endum, vettlingarnir þvegnir og þæfðir létt í höndum. Undnir varlega og lagðir til þerris.

Kósí peysa í vetur
Hannyrðahornið 10. janúar 2022

Kósí peysa í vetur

Grófar prjónaðar peysur eru mjög vinsælar núna.

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur
Hannyrðahornið 14. desember 2021

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur

Hér er uppskrift að ullarsökkum Huldu Brynjólfsdóttur, í Uppspuna.

Heklað sikk sakk-teppi
Hannyrðahornið 2. nóvember 2021

Heklað sikk sakk-teppi

Heklað sikk sakk teppi úr Drops Sky. Garnið er ekki bara mjúkt heldur líka einst...

Húfan Mótbárur
Hannyrðahornið 15. október 2021

Húfan Mótbárur

Fljótleg og hlý húfa úr einni hespu af dvergabandi frá Uppspuna. Nafnið MÓTBÁRUR...

Hálskragi á börn
Hannyrðahornið 29. september 2021

Hálskragi á börn

Prjónaður hálskragi á börn með axlarsæti. Stykkið er prjónað í garða- og stroffp...

Vestfirskir vettlingar Hörpu
Hannyrðahornið 20. september 2021

Vestfirskir vettlingar Hörpu

Hér er uppskrift að vestfirskum vettlingum. Höfundur er Harpa Ólafsdóttir.

Dominik herravettlingar
Hannyrðahornið 25. ágúst 2021

Dominik herravettlingar

Byssuvettlingar (veiðivettlingar – símavettlingar).

Botna – ullarpils
Hannyrðahornið 6. ágúst 2021

Botna – ullarpils

Lopinn í pilsinu er alíslenskur, í sauðalitunum, og í honum er sérvalin lambsull...