Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Starfsleyfi álvers í Hvalfirði til umræðu
Gamalt og gott 12. maí 2020

Starfsleyfi álvers í Hvalfirði til umræðu

Á baksíðu Bændablaðsins 21. janúar 1997 er sagt frá kynningarfundi að Heiðarborg í Leirársveit, þar sem fjallað var um starfsleyfi fyrir álver Columbia á Grundartanga í Hvalfirði.

Í fréttinni kemur fram að mikið hafi verið spurt um fyrirhugað álver og var ljóst af fundarmönnum að íbúarnir á svæðinu hefðu miklar áhyggjur af starfseminni, en þær snérust fyrst og fremst um áhrif efnamengunar á landbúnað og ferðamennsku – og ekki síst ímynd Íslands.

Á myndinni er Reynir Ásgeirsson, Svarfhóli í Svínadal, en hann var einn fjölmargra sem tóku til máls á fundinum. Reynir sagði áformin tilræði við framtíð íslenskra barna og afkomenda þeirra. Sigurbjörn Hjaltason á Kiðafelli beindi meðal annars máli sínu til aðstofaðarforstjóra Columbia, sem sat fundinn. „Það gleði í huga okkar vegna nærveru þinnar en sorg í hjarta vegna fyrirætlana þinna. Þær ógna umhverfi okkar og lýta landið okkar.“

Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði á fundinum að tryggt væri að tekið yrði á mengunarvarnarmálum í samræmi við lög og reglur og gerðar ströngustu kröfur.

Í fréttinni kom fram að í undirbúningi væri stofnun umhverfissamtaka sem væri ætlað að berjast gegn álverksmiðju í Hvalfirði. Í hópi forsvarsmanna þar væri Jón Gíslason, bóndi á Hálsi í Kjós, og Halldór Jónsson, læknir á Móum í Innri-Akraneshreppi.

Blóðtaka úr hryssum í Landeyjum
Gamalt og gott 19. september 2023

Blóðtaka úr hryssum í Landeyjum

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Hluti af myndaseríu sem sýnir frá blóðtöku úr hry...

Heimilissýningin, Heimilið '77
Gamalt og gott 5. september 2023

Heimilissýningin, Heimilið '77

Mikið var um að vera í Laugardalshöllinni þann 26. ágúst 1977 við opnun einnar g...

Úr sarpi Bændablaðsins: Allt iðandi af lífi
Gamalt og gott 22. ágúst 2023

Úr sarpi Bændablaðsins: Allt iðandi af lífi

Á hverju ári er flutt til landsins talsvert magn af lifandi stofuplöntum, ávaxta...

Úr sarpi Bændablaðsins: Ísland síðasta vígi fjölskyldubúsins
Gamalt og gott 21. ágúst 2023

Úr sarpi Bændablaðsins: Ísland síðasta vígi fjölskyldubúsins

Ísland gæti verið síðasta landið í heiminum þar sem venjulegt meðalstórt kúabú g...

Úr sarpi Bændablaðsins: Kom snemma í ljós að ég ætlaði að verða bóndi
Gamalt og gott 17. ágúst 2023

Úr sarpi Bændablaðsins: Kom snemma í ljós að ég ætlaði að verða bóndi

„Mér hefur hvergi litið betur en í kringum skepnur, en vissi auðvitað að fleiri ...

Úr sarpi Bændablaðsins: Kólnandi veðurfari spáð næstu 30 til 40 árin
Gamalt og gott 17. ágúst 2023

Úr sarpi Bændablaðsins: Kólnandi veðurfari spáð næstu 30 til 40 árin

Vísindamenn víða um heim hafa lýst vaxandi áhyggjum sínum af minnkandi virkni á ...

Úr sarpi Bændablaðsins: Ekki steinn yfir steini
Gamalt og gott 15. ágúst 2023

Úr sarpi Bændablaðsins: Ekki steinn yfir steini

Trúin á mátt steina var almenn hér á landi fyrr á öldum og náttúrusteinar taldir...

Mýrdalsfóður 1987
Gamalt og gott 14. ágúst 2023

Mýrdalsfóður 1987

Mynd úr safni Bændasamtakanna sem sýnir heykögglaverksmiðju. Á bakhliðinni stend...