Ástæðulaus ótti við upprunaábyrgðir
Kjósi raforkusali að bjóða viðskiptavinum sínum upprunavottaða raforku – og það er sannarlega hans frjálsa val – þá er ekki ólíklegt að viðskiptavinir greiði aukalega fyrir.
Kjósi raforkusali að bjóða viðskiptavinum sínum upprunavottaða raforku – og það er sannarlega hans frjálsa val – þá er ekki ólíklegt að viðskiptavinir greiði aukalega fyrir.
Það er einkennilegt að Íslendingar skuli ekki komnir lengra í matreiðslu yfirvalda á sannleikanum en tíðkaðist á miðöldum. Þá þótti ráðamönnum boðlegt að kynda undir skefjalausum ótta almennings á að lenda í hreinsunareldi í helvíti. Menn gátu síðan komist hjá slíku með því einu að kaupa aflátsbréf af yfirvöldum fyrir drjúgan pening. Enn virðist sl...
Fimm ár eru nú liðin síðan Sveinn A. Sæland í garðyrkjustöðinni Espiflöt og fyrrverandi formaður Sambands garðyrkjubænda vakti athygli á þeim blekkingaleik sem hófst 2011 með sölu raforkuframleiðenda á Íslandi á upprunavottorðum fyrir hreina raforku sem framleidd var með endurnýjanlegum orkugjöfum.
Stöðugt minni hluti raforku á Íslandi er framleiddur með endurnýjanlegum orkugjöfum samkvæmt gögnum Orkustofnunar og er hann nú aðeins 11%. Þá eru 34% orkunnar sögð framleidd með kjarnorku og 55% með kolum, olíu og gasi vegna sölu á upprunavottorðum úr landi.
Enn er ekkert lát á sölu hreinleikavottorða íslenskra orkufyrirtækja úr landi. Það er þrátt fyrir að ráðherrar og þingmenn hafi lýst furðu sinni á þessu athæfi fyrir þrem árum.
Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra segist deila undrun manna yfir að á reikningum fyrir orkunotkun heimila sé sagt að raforkan sé að hluta framleidd með kolum, olíu, gasi og kjarnorku.