Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Upprunavottorð sem belgíska fyrirtækið Bolt gaf út vegna endursölu á íslenskum upprunaábyrgðum til sinna viðskiptavina. Fyrirtækið sérhæfir sig í endurnýjanlegri orku.
Upprunavottorð sem belgíska fyrirtækið Bolt gaf út vegna endursölu á íslenskum upprunaábyrgðum til sinna viðskiptavina. Fyrirtækið sérhæfir sig í endurnýjanlegri orku.
Skoðun 9. júlí 2021

Blekkingar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Það er einkennilegt að Íslendingar skuli ekki komnir lengra í matreiðslu yfirvalda á sannleikanum en tíðkaðist á miðöldum. Þá þótti ráðamönnum boðlegt að kynda undir skefjalausum ótta almennings á að lenda í hreinsunareldi í helvíti. Menn gátu síðan komist hjá slíku með því einu að kaupa aflátsbréf af yfirvöldum fyrir drjúgan pening. Enn virðist slíkt kukl í fullu gildi á Íslandi.

Orkustofnun skráir skilmerkilega ár hvert áhrif samstarfs í orkumálum á milli Íslands og Evrópusambandsins. Ein birtingarmynd þess er heimild til sölu á því sem kallað er upprunaábyrgða raforku. Þá eru menn að selja pappíra sem votta að orkan sem kaupandinn er að nota sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. Skiptir þá engu máli þó staðreyndin sé að orkan sem viðkomandi notar sé framleidd með kolum, olíu, gasi eða kjarnorku. Líkt og trúarbrögðin á miðöldum skýldu sér á bak við baráttuna við djöfulinn sjálfan, þá er salan á aflátsbréfum eða „upprunavottorðum“ nútímans rökstudd með baráttu gegn hlýnun loftslags. Í báðum tilfellum er kynt undir skefjalausum ótta almennings líkt og enginn sé morgundagurinn.

Afleiðing sölu þessara aflátsbréfa er að í bókhaldi Orkustofnunar fyrir raforkuframleiðslu á Íslandi árið 2020 er skráð að 57% íslensku raforkunnar sé framleidd með jarðefnaeldsneyti (kolum, olíu og gasi) og 30% sé framleitt með kjarnorku. Þá er sagt að fyrir framleiðslu raforku á Íslandi séu Íslendingar að losa 377,91 gramm af koldíoxíði á hverja einustu kílówattstund en þau voru samtals rúmlega 19 milljarðar á árinu 2020. Það þýðir að losun Íslendinga af koldíoxíði nam á pappírunum það ár um 7,2 milljónum tonna. Þá er líka sagt að vegna orkuframleiðslu Íslendinga falli til geislavirkur úrgangur sem nemi 1,08 grömmum á hverja kílówattstund. Það þýðir tæplega 21 þúsund tonn af geislavirkum úrgangi á ári. Samt segir Orkustofnun á sama stað að raforka sem framleidd sé á Íslandi sé 100% úr endurnýjanlegum orkugjöfum!

Sennilega finnst vart á jarðríki sá maður sem ekki er andsnúinn skefjalausri mengun loftslags og óhóflegri losun á mengunarefnum eins og koltvísýringi, metangasi og fleiri lofttegundum. Því meiri þekkingu sem menn öðlast á þessum gastegundum, þeim mun betur skilja menn áhrif þeirra í heildarsamspili ljóstillífunar sem er undirstaða lífs á jörðinni.

Sennilega hafa engir betri skilning á slíkri virkni lofttegunda en garðyrkjubændur sem stunda sinn búskap í gróðurhúsum. Þeir vita t.d. að ef hlutfall koltvísýrings í lofti í gróðurhúsunum er of lágt þá eiga plönturnar þeirra erfitt uppdráttar. Þó þessir bændur og bændur í öðrum búgreinum viti vel að koltvísýringur og metangas eru öllum gróðri nauðsynleg, þá gera þeir sér trúlega manna best grein fyrir skaðlegum afleiðingum ofmettunar slíkra lofttegunda í lofthjúpi jarðar. Það hefur því lítið upp á sig að hrópa að þeim ókvæðisorðum um að þeir brenni í vítislogum „Global Warming“ ef þeir kaupi ekki svo og svo mikið af aflátsbréfum frá íslenskum orkufyrirtækjum.

Samt var reynt fyrir nokkrum árum að stilla þeim upp við vegg og skikka þá til slíkra kaupa, þó þeir væru sannarlega að kaupa 100% hreina raforku alla daga.

Þó hótanir um hræðilega tilvist eftir dauðann á hreinsunareldinum hafi dugað ágætlega á miðöldum til að hræða fólk til að kaupa aflátsbréf, þá er erfitt að kyngja því að almenningur láti nýja herra selja sér sams konar blekkingarnar aftur. – Eða höfum við kannski ekkert lært? 

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...

Notkun sýklalyfja í landbúnaði
Skoðun 8. júní 2023

Notkun sýklalyfja í landbúnaði

Í nóvember 2022 kom út tólfta skýrsla Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar um notkun...

Orkukreppan hófst strax á árinu 2019
Skoðun 16. janúar 2023

Orkukreppan hófst strax á árinu 2019

Árið 2022 var sögulegt, eftir tveggja ára baráttu við Covid-19 sjúkdóminn, sem e...

Biðin er ótæk
Skoðun 1. desember 2022

Biðin er ótæk

Nú liggur fyrir að þróun áburðarverðs á heimsmarkaðsverði hefur verið heldur á u...

Orkustefna ESB innleidd á Íslandi
Skoðun 24. nóvember 2022

Orkustefna ESB innleidd á Íslandi

Við undirritun EES-samningsins 1992 byggði samstarf ESB á ákveðnum sáttmálum.

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda
Skoðun 21. júní 2022

Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda

Mikið er rætt um breytt veðurfar um þessar mundir og eru allar líkur á því að...

Traust og „chill“
Skoðun 20. júní 2022

Traust og „chill“

Það hlýtur að heyra til undantekninga að landbúnaðarmiðaður prentmiðill sé sa...