Brunavarnir björguðu fjósinu í Fellshlíð
Eldur kviknaði í tæknirými fjóssins í Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit þann 8. nóvember síðastliðinn. Ævar Hreinsson, bóndi í Fellshlíð, segir góðar eldvarnir í bland við heppni hafa ráðið því að tjónið var á afmörkuðu svæði og hægt var að hefja mjaltir á ný nokkrum klukkustundum síðar.





