Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Liðsmenn Brunavarna Skagafjarðar að störfum.
Liðsmenn Brunavarna Skagafjarðar að störfum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 2. nóvember 2022

Erfitt að manna útkallseiningu Hofsóss og slökkvibíll Varmahlíðar ónýtur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Erfiðlega gengur að manna útkallsstöð slökkviliðsins á Hofsósi, ítrekað hefur verið auglýst eftir mannskap en þær ekki borið árangur.

Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri í Slökkviliði Skagafjarðar.

Á annarri útkallsstöð, Varmahlíð, er staðan þannig að slökkvibíllinn er ónýtur. Tvær útkallseiningar slökkviliðsins eru því svo að segja óstarfhæfar. „Það getur svo farið að leggja þurfi útkallseininguna niður,“ segir Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarðar.

Svavar Atli segir að tveir menn séu um þessar mundir skráðir í útkallseininguna á Hofsósi og annar starfi utan svæðis. „Það hefur verið að kroppast af liðinu á nokkrum árum, þetta er ekki að gerast allt í einu, en vissulega eru harla fáir eftir,“ segir hann.

Óskað hefur verið eftir fólki til að manna slökkviliðið en hvorki auglýsingar né símtöl til álitlegra kandídata hafa skilað árangri. Slökkviliðsstjóri segir að margar ástæður liggi að baki því að staðan sé sú sem raunin er. Fólki hafi fækkað á þessu svæði, þó almennt hafi staðan hvað fólksfjölgun í Skagafirði varðar verið þokkaleg undanfarin ár. „Við verðum líka vör við að fólk er ekki í sama mæli og áður tilbúið að gefa sig í þessi samfélagslegu verkefni í dreifbýlinu, eins og að manna slökkvilið eða björgunarsveitir,“ segir Svavar Atli.

Ekki bara að klæða sig í búning

Liðsmenn slökkviliðs í dreifbýli fá greitt fyrir útköll og æfingar, en eru að öðru leyti ekki á launum. Svavar Atli segir að einnig séu gerðar ríkar kröfur til þeirra sem skrá sig í slökkviliðin.

Liðsmenn þurfa að standast þrekpróf og stunda æfingar til að halda líkamlegu atgervi sínu við. Allir þurfi að gangast undir læknisskoðun, fara á námskeið og æfingar. „Þetta er aðeins meira en að klæða sig bara í búning og setja upp hjálm þegar eitthvað kemur upp á,“ segir hann. „Það er margt sem gerir að verkum að erfitt er að manna slökkviliðin á þessum litlum stöðum um landið.“

Svavar segir að um 20–25 mínútur taki fyrir slökkviliðið að aka frá Sauðárkróki við bestu aðstæður, en þar er mönnuð dagvakt og fólk á útkallslista. „Það er langur tími ef um er að ræða atburð sem ógnar lífi og heilsu fólks,“ segir hann.

Í raun búi fólk á þjónustusvæðinu við falskt öryggi. Samningur er í gildi við Slökkvilið í Fjallabyggð um að aðstoða ef upp koma tilvik þar sem þjónustu slökkviliðs er þörf í Sléttuhlíð og Fljótum og það muni miklu.

Hægt að skipta um bíl eða kaupa nýjan

Á öðrum þéttbýlisstað í Skagafirði, Varmahlíð, er slökkviliðið ágætlega skipað en sú staða uppi að slökkvibíllinn sem liðið hefur yfir að ráða er ónýtur.

„Þetta er afleit staða líka, en annars konar,“ segir Svavar Atli. Ein lausn væri að færa bíl frá Hofsósi yfir í Varmahlíð og gera þá útkallsstöð starfhæfa, en einnig sé hægt að festa kaup á nýjum bíl fyrir Varmahlíð.

Þessa dagana er verið að fara ítarlega yfir þá stöðu sem við sé að glíma á útkallseiningum Brunavarna Skagafjarðar og leita lausna, en því sé ekki að neita að ástæða sé til að hafa áhyggjur af þessari stöðu.

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...