Mikill hugur innan stéttarinnar
Stjórn Bændasamtakanna, ásamt framkvæmdastjóra og starfsmanni, hefur lokið hringferð samtakanna um landið þar sem haldnir voru samtals 14 bændafundir. Staða og framtíð íslensks landbúnaðar var rædd á fundunum ásamt nauðsyn þess að tryggja rekstraröryggi og fyrirsjáanleika atvinnugreinarinnar.







