Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þungt hljóð í bændum
Fréttir 24. ágúst 2023

Þungt hljóð í bændum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Það sem af er árlegri fundaferð Bændasamtaka Íslands með bændum um landið, hefur verið áberandi að þeir eru svartsýnir á starfsskilyrði stéttarinnar.

„Það sem brennur helst á bændum er endurskoðun búvörusamninganna,“ segir Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Hljóðið sé þungt í fólki varðandi starfsskilyrði landbúnaðarins.

„Það vantar 9–12 milljarða inn í greinina til að standa undir eðlilegum fjármagnskostnaði og launagreiðslugetu. Í endurskoðun búvörusamninga er horft til þess að ekkert nýtt fjármagn er að koma inn í samningana. Menn hafa ekki ofan í sig og á og staðan er grafalvarleg,“ segir hún og bætir við að bændur á Borgarnesfundi hafi til að mynda imprað á að mögulega væri komið að því að taka upp aðferðir Frakka og mæta með haugsugur á Austurvöll til mótmæla. „Umhverfismálin standa þó jafnvel upp úr á fundunum og að sjálfsögðu nýliðunin,“ segir Vigdís. Þá hafi talsvert verið rætt um lausagöngu sauðfjár.

Fundaferð Bændasamtakanna hófst 21. ágúst og var byrjað í Borgarnesi, þá haldið á Hvammstanga, í Skagafjörð, Eyjafjörð, á Breiðumýri og í Kelduhverfi. Þá var haldið austur fyrir og fundað á Eiðum. Í framhaldinu er efnt til funda á Mýrum, Kirkjubæjarklaustri, Hvolsvelli og Selfossi.

Yfirreiðinni lýkur á Vestfjörðum í mánaðarlok; á Ísafirði og Patreksfirði. Sjá dagsetningar HÉR.

Skylt efni: bændafundir

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...