Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þungt hljóð í bændum
Fréttir 24. ágúst 2023

Þungt hljóð í bændum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Það sem af er árlegri fundaferð Bændasamtaka Íslands með bændum um landið, hefur verið áberandi að þeir eru svartsýnir á starfsskilyrði stéttarinnar.

„Það sem brennur helst á bændum er endurskoðun búvörusamninganna,“ segir Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Hljóðið sé þungt í fólki varðandi starfsskilyrði landbúnaðarins.

„Það vantar 9–12 milljarða inn í greinina til að standa undir eðlilegum fjármagnskostnaði og launagreiðslugetu. Í endurskoðun búvörusamninga er horft til þess að ekkert nýtt fjármagn er að koma inn í samningana. Menn hafa ekki ofan í sig og á og staðan er grafalvarleg,“ segir hún og bætir við að bændur á Borgarnesfundi hafi til að mynda imprað á að mögulega væri komið að því að taka upp aðferðir Frakka og mæta með haugsugur á Austurvöll til mótmæla. „Umhverfismálin standa þó jafnvel upp úr á fundunum og að sjálfsögðu nýliðunin,“ segir Vigdís. Þá hafi talsvert verið rætt um lausagöngu sauðfjár.

Fundaferð Bændasamtakanna hófst 21. ágúst og var byrjað í Borgarnesi, þá haldið á Hvammstanga, í Skagafjörð, Eyjafjörð, á Breiðumýri og í Kelduhverfi. Þá var haldið austur fyrir og fundað á Eiðum. Í framhaldinu er efnt til funda á Mýrum, Kirkjubæjarklaustri, Hvolsvelli og Selfossi.

Yfirreiðinni lýkur á Vestfjörðum í mánaðarlok; á Ísafirði og Patreksfirði. Sjá dagsetningar HÉR.

Skylt efni: bændafundir

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f