Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændafundur Bændasamtaka Íslands á Selfossi.
Bændafundur Bændasamtaka Íslands á Selfossi.
Mynd / BÍ
Fréttir 28. október 2021

Fjarfundur Bændasamtaka Íslands með bændum

Höfundur: Ritstjórn

Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa á undanförnum dögum fundað með bændum vítt og breitt um landið. Fjarfundur verður haldinn á morgun föstudag klukkan 11:30.

Fresta þurfti fundi á Patreksfirði vegna veðurs og er gert ráð fyrir að stjórn og starfmenn BÍ fari þangað til fundar við bændur síðar, auk þess sem gert er ráð fyrir fundum á Ísafirði og á Kirkjubæjarklaustri.

Á fjarfundinum fer fram almenn kynning á BÍ, farið verður yfir breytingarferli samtakanna ásamt starfsskilyrðum landbúnaðarins og hver stóru verkefnin eru framundan. Hvetja BÍ bændur til að skrá sig á fundinn, en fundargestum gefst kostur á að koma með spurningar til framsögumanna í gegnum spjallið í Teams eða með því að biðja um orðið í handaruppréttingu að lokinni kynningu.

Einungis verða leyfðar stuttar spurningar og athugasemdir (1-2 mínútur).

 

Skráning á fundinn.

Skylt efni: bændafundir

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...