Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Valdaframsal?
Skoðun 12. apríl 2019

Valdaframsal?

„Þriðji orkupakki Evrópusambandsins, sem verður hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið ef Alþingi samþykkir, felur í sér að ríkisvaldið verður framselt til alþjóðlegra stofnana.“
 
Þetta er haft eftir Stefán Má Stefánssyni, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sem er sérfræðingur í Evrópurétti í frétt RÚV þann 30. ágúst 2018. Síðan spurði RÚV: 
 
– Felur þessi þriðji orkupakki Evrópu­sambandsins í sér valdaframsal?
„Já, ég býst við að maður verði að svara þeirri spurningu játandi.“ 
 
– Á hvaða hátt?
„Á þann hátt að ríkisvaldið er að einhverju leyti framselt til alþjóðlegra stofnana.“
 
Því hefur samt verið haldið fram af talsmönnum orkupakka þrjú innan ríkisstjórnar Íslands að innleiðing hans muni ekki fela í sér valdaafsal og að það muni ekki hafa áhrif á yfirráð Íslendinga yfir stjórn sinna orkumála. Innleiðingin hefði því ekkert með tengingu íslenska orkukerfisins að gera við orkunet ESB enda sæstrengur enn ekki fyrir hendi. 
 
Ragna Árnadóttir, lögfræðingur og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, sagði aftur á móti í grein í vefritinu Úlfljóti 2018: „Helstu nýmæli þriðja orkupakkans lúta að frekari aðskilnaði milli flutningsaðila og annarrar orkutengdrar starfsemi. Einnig er mælt fyrir um aukið sjálfstæði raforkueftirlits innan ríkjanna, sem og samstarf þeirra og samhæfingu yfir landamæri.“ 
 
Skrítið. – Til hvers ætli samhæfing yfir landamæri sé ef engin áform eru um að tengjast orkumarkaði ESB eða leggja sæstreng?
 
Um aðgreining á eignarhaldi flutnings­kerfa og öðrum orkurekstri segir Ragna:
 
„Gerð er krafa um aðgreiningu á eignarhaldi flutningskerfis og annarrar orkutengdrar starfsemi, sbr. ákvæði 9. gr. þriðju raforkutilskipunar ESB. Er hér gengið lengra en í fyrri orkupökkunum, sem mæltu fyrir um bókhaldslegan og rekstrarlegan aðskilnað. [...] Flutningur raforku hér á landi er í höndum Landsnets hf. og eru eigendur þess vinnsluaðilar raforku. Slíkt eignarhald væri að öllu jöfnu ekki í samræmi við ákvæði þriðju raforkutilskipunarinnar. Ekki er þó nauðsynlegt að gera breytingar þar á í tilefni af innleiðingu þriðja orkupakkans í íslenskan rétt þar sem Íslandi var veitt undanþága frá þessu skilyrði tilskipunarinnar í fyrrgreindri ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 93/2017. Þessi áskilnaður þriðja pakkans hefur því engin áhrif á Íslandi.“
 
Ef þetta er rétt, – af hverju tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra þá í byrjun mars 2019 að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hefja viðræður við Landsvirkjun um að eignast hlut fyrirtækisins í Landsneti? Virkaði þá ekki lengur undanþágan sem Ragna nefndi?
 
Talsmenn innleiðingar orkupakka 3 í ríkisstjórn Íslands vitna mjög til þess að Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst hafi gefið þeim gjörningi grænt ljós. Samt er að þetta m.a. finna í álitsgerðinni fyrir ríkisstjórnina:
 
„Verði 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009 tekin upp í EES-samninginn og innleidd í íslenskan rétt í óbreyttri mynd mun reglugerðarákvæðið fela í sér framsal framkvæmdarvalds til ESA sem ella væri á hendi íslenskra stjórnvalda. Verður ESA þá falið vald til að taka ákvarðanir sem munu binda íslensk stjórnvöld að landsrétti og munu um leið varða hagsmuni mikilsverðra raforkufyrirtækja og notenda raforkukerfisins beint og óbeint. ACER myndi einnig hafa umtalsverð áhrif á efni ákvarðana ESA.“
Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...