Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sauðfjárrækt, gæðavottun og grænþvottur
Mynd / smh
Skoðun 4. júlí 2019

Sauðfjárrækt, gæðavottun og grænþvottur

Höfundur: Tryggvi Felixson formaður Landverndar
Um fjórðungur styrkja ríkisins til sauðfjárbænda er háður því að þeir geti sýnt fram á að um sjálfbæra landnýtingu sé að ræða. Ef svo er ekki verða þeir að leggja fram marktæka landbótaáætlun sér til halds. Þrátt fyrir að hátt í 20 prósent bænda standist ekki þetta próf hefur enginn fram til þessa verið felldur á því. 
 
Nýleg skýrsla Ólafs Arnalds prófessors um styrkveitingar til sauðfjárræktar felur í sér æði óskemmtilega lýsingu á stjórnsýsluklúðri og misnotkun á opinberu fé.
 
Svo virðist sem Landgræðslan hafi verið þvinguð til að staðfesta að landnotkun og landbótaáætlanir væru í samræmi við gildandi viðmið og reglur um sjálfbæra landnýtingu svo greiða mætti út styrki til bænda sem ekki standast nein eðlileg viðmið. Skýrslan byggir á haldgóðum upplýsingum með ítarlegum rökstuðningi, svo það er rík ástæða til að taka hana mjög alvarlega. 
 
Það sem kemur fram í skýrslunni er harður dómur um stjórnsýslu á þessu sviði, vægast sagt. Innan við fimmtungur sauðfjárbænda er ábyrgur fyrir eyðileggjandi landnýtingu en niðurstaða skýrslunnar er engu að síður svartur blettur á sauðfjárrækt almennt. Skýrsla Ólafs sýnir sem betur fer að mikill meirihluti bænda uppfyllir öll skilyrði fyrir sjálfbærri landnýtingu og eiga þar með fullan rétt á þeim styrkjum sem því fylgja.   
 
Málið virðist svo alvarlegt að eðlilegt væri að Alþingi fæli Ríkisendurskoðun að fara í saumana á framkvæmdinni. Ýmislegt bendir til þess að milljarðar króna hafi farið úr ríkissjóði til bænda sem hafa ekki átt rétt á slíkum greiðslum. Best færi að sjálfsögðu á því að Bændasamtökin sjálf tækju þátt í því að upplýsa þetta mál að fullu.
 
Eyðing gróðurs og jarðvegs er enn ein helsta umhverfisplága Íslands. Að opinberu fé sé veitt til búskapar sem viðheldur þessu vandamáli er reginhneyksli. Að framkvæmd vottunar á landnýtingu sé gerð með því að þvinga fagstofnun ríkisins á þessu sviði til samþykktar er misnotkun á valdi. Að greiða fé úr ríkissjóði til þeirra sem ekki eiga rétt á greiðslunum kann að vera refsivert. Er ekki kominn tími til að stjórnsýsla landsins vakni af dvalanum og taki til hendinni?
 
Tryggvi Felixson
formaður Landverndar
Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?
Skoðun 3. október 2025

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?

Náttúrulegir óvinir meindýra eru hópur lífvera sem eiga það sameiginlegt að næra...

 Kregðubólusetningar - val eða vitleysa
Skoðun 3. október 2025

Kregðubólusetningar - val eða vitleysa

Kregða þýðir sá sem étur lítið.  Kregðusýkillinn telst til s.k. berfryminga (Myc...

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar
Skoðun 3. október 2025

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar

Við hugsum oft um almannavarnir sem viðbragð við náttúruhamförum, farsóttum eða ...

Varðveisla erfðaauðlinda
Skoðun 2. október 2025

Varðveisla erfðaauðlinda

Búfé og plöntur hafa fylgt manninum í um 10.000 ár eða frá þeim tíma sem maðurin...

Sterkir innviðir — sterkt samfélag
Skoðun 2. október 2025

Sterkir innviðir — sterkt samfélag

Í nýliðnum ágúst átti ég milliliðalaust samtal við íbúa og sveitarstjórnarfólk á...

Hernaðurinn gegn Hamarsdal
Skoðun 2. október 2025

Hernaðurinn gegn Hamarsdal

Góðir lesendur. Heggur sá er hlífa skyldi.  Ég fordæmi ákvörðun umhverfisráðherr...

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi
Skoðun 1. október 2025

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi

Dagana 9.–11. september fóru tveir fulltrúar Skógardeildar Bændasamtaka Íslands ...

Gætum að geðheilsunni
Skoðun 29. september 2025

Gætum að geðheilsunni

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f