Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Plöntuvernd, ESB og tollar
Skoðun 22. október 2020

Plöntuvernd, ESB og tollar

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is

Nú hefur ráðherra birt yfirlýsingu á heimasíðu ráðuneytisins þar sem upplýst er að endurskoða eigi reglugerð sem snýr að inn- og útflutningi á plöntum. Þessu ber að fagna þar sem garðyrkjubændur hafa barist fyrir þessu í mörg ár en fyrir daufum eyrum fyrri ráðherra landbúnaðarmála. 

Með þessari endurskoðun er verið að bregðast við þeirri vá sem fylgir því að flytja inn til landsins plöntur og afurðir unnar úr þeim sem hugsanlega geta haft áhrif á íslenska flóru. Það er fagnaðarefni þar sem árið 2020 er alþjóðlegt ár plöntuheilbrigðis. Ráðuneytið hefur gert samning við RML um að veita ráðgjöf við vinnuna og treysti ég þeim starfsmönnum til að hafa samtal við greinina um atriði sem betur mega fara.

Nýr starfsmaður

Í þessum mánuði tók gildi nýtt skipurit í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en þar er gert ráð fyrir þremur skrifstofum með áherslur á málefni ráðuneytisins. Ráðherra hefur skipað Ásu Þórhildi Þórðardóttur í embætti skrifstofustjóra landbúnaðarmála. Vil ég óska Ásu til hamingju með skipunina og vonumst við eftir að eiga gott samstarf um hin fjölbreyttu málefni landbúnaðar.

ESB og Bretland

Það er alveg ljóst í mínum huga að ef semja eigi við Breta um aðgang að íslenskum markaði með landbúnaðarafurðir þá verði að óska eftir endurskoðun á samningi við Evrópusambandið eða segja þeim samningi upp. Ég get ekki betur séð en að forsendubrestur sé algjör við útgöngu Breta og ætti í raun ekki að ganga upp að semja fyrst við Breta og svo að endurskoða ESB-samninginn. 

Samningurinn sem gerður var árið 2016 hefur haft gríðarleg áhrif á afkomu bænda. Með þeim samningi erum við að fá magn af kjöti sem nemur u.þ.b 17% af heildarmarkaði sem við neytum sem þjóð. Svo ekki sé minnst á mjólk og mjólkurafurðir sem streyma hér inn í landið. 

Með úthlutunarleið landbúnaðarráðuneytisins eins og hún er viðhöfð í dag hefur verð á tollkvótum lækkað gríðarlega, ekki síst fyrir það að ferðamennirnir eru ekki lengur til staðar til að neyta þessara afurða. Þetta bitnar á verði til bænda og umframmagni á markaði. 

Enn að tollamálum

Þetta fer nú að verða eins og sagan endalausa að eiga við tollstjóraembættið, enn þann dag í dag streyma inn til landsins ostar á röngum tollnúmerum og það er eins og það sé bara allt í lagi. Nei, það er ekki allt í lagi með það, þessi innflutningur hefur umtalsverð áhrif á innanlandsframleiðslu, skekkir verð á markaði og veitir aðilum forskot á markaði þar sem ekki er farið eftir settum leikreglum. Nú spyr ég, hvar er Samkeppniseftirlitið? 

Mér sýnist andvaraleysi eftirlits með innflutningi stórskaða íslenskan landbúnað. Nú er mál að linni og að þar til bær stjórnvöld fari að fylgja eftir þeim samningum og leikreglum á markaði sem þeim er gert að vinna eftir. 

Í þessum töluðu orðum eru Bændasamtökin í viðræðum við ríkið um endurskoðun rammasamnings í landbúnaði og eitt meginstefið í þeim samningi verður að vera áhrif tolla og eftirlits á þeim og að það sé hluti af starfsumhverfi landbúnaðarins. Við höfum talað fyrir daufum eyrum fram til þessa en von er til að breyting verði á. Góðar stundir.

Skylt efni: tollamál | tollar | plöntur | esb

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...