Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nauðsynlegt er að endurskoða samninginn við Evrópusambandið
Skoðun 5. nóvember 2020

Nauðsynlegt er að endurskoða samninginn við Evrópusambandið

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is

Eins og flestum má vera kunnugt þá hefur Hótel Sögu verið lokað þar sem tekjufall ferðaþjónustunnar er algert. Við sáum ekki fram á að geta haldið lágmarksrekstri gangandi eftir nýjustu takmarkanir sóttvarnarlæknis. En staðan verður endurmetin ef forsendur breytast að einhverju ráði. Staðan er því sú að einungis er haldið lágmarksmönnun til að sinna þeim leigjendum sem eru í húsinu með annan rekstur en ferðaþjónustu. 

Skrifstofa Bændasamtakanna er með óbreyttu sniði að öðru leyti en þessa dagana leggjum við til að starfsmenn vinni heima sem mest og takmarki viðveru í húsinu sem frekast er unnt. Við vonum að þetta fari nú allt til betri vegar þegar búið verður að ná tökum á veirunni og við getum farið að rýmka samkomutakmarkanir. Ég vona að bændur hugsi vel um sig og sína þar sem frumframleiðsla er mikilvæg á þessum erfiðu tímum.

Ómetanlegt samstarf bændasamfélagsins

Undanfarnar vikur hafa Bændasamtök Íslands átt  í nánu samstarfi við afurðastöðvar í öllum geirum landbúnaðarins vegna þeirrar stöðu sem uppi er vegna mikils samdráttar á markaði og lækkandi afurðaverðs til bænda. Unnin hefur verið skýrsla sem send hefur verið sameiginlegri nefnd utanríkisráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um áhrif gildandi tollasamnings á landbúnaðinn. Þar koma einnig fram áhyggjur okkar vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og þeirra áhrifa sem það hefur á okkar markað og innflutning á grundvelli nýrra samninga sem eru í bígerð. 

Niðurstaða þeirrar vinnu er að nauðsynlegt er að endurskoða samninginn við Evrópusambandið með hagsmuni bænda að leiðarljósi. Eins og fram kemur þá er hlutfall á innfluttu kjöti um 11 kg á hvern Íslending en útflutningsheimildir sé miðað við íbúafjölda Evrópu 0,02 kg á mann. Einnig hefur verið unnið minnisblað sem sent hefur verið á formenn ríkisstjórnarflokkanna þar sem farið er yfir þá alvarlegu stöðu sem eru á markaði í dag. 

Áhyggjur okkar lúta að markaðsbresti og því gríðarlega magni sem flutt er til landsins. Ekki bara á grundvelli tollkvóta heldur ekki síður það magn sem kemur inn í landið á röngum tollnúmerum sem erfitt virðist að ná böndum á. En eins og fram kemur á heimasíðu fjármálaráðuneytisins:  

Þar sem viðurkennt er að tollflokkun og skráning sé með þessum hætti þá er ekki aðeins vegið að starfsumhverfi bænda heldur skekkir þetta samkeppnisstöðu fyrirtækja á markaði þar sem sumir þurfa að greiða gjöld og aðrir ekki. 

Samstarf Bændasamtaka Íslands og afurðastöðva í þessum málum hefur verið ómetanlegt og vil ég koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lagt hafa lóð á vogarskálarnar í þessum gríðarlega flóknu málum. Stöndum vörð um íslenskan landbúnað.

Rafrænir kynningarfundir á félagskerfinu

Stjórn Bændasamtakanna hefur unnið tillögur að breytingum á félagskerfinu undanfarna mánuði. Nú hafa tillögur að nýju kerfi verið kynntar búgreinafélögum og starfsmönnum þeirra ásamt kynningu fyrir starfsmenn Bændasamtakanna og stjórn og lykilstjórnendur RML. Fyrirhugað er að halda kynningarfundi á netinu í gegnum fjarfundi með bændum. Unnið er að skipulagningu þess og mun það verða auglýst á næstu vikum. Þá bæði fyrirkomulag og tímasetningar. Við sjáum ekki annan kost í stöðunni þar sem takmarkanir eru á ferðum fólks og samkomum. Við verðum að eiga það inni hjá ykkur, bændur, að fá að koma í heimsókn með hækkandi sól. 

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?
Skoðun 3. október 2025

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?

Náttúrulegir óvinir meindýra eru hópur lífvera sem eiga það sameiginlegt að næra...

 Kregðubólusetningar - val eða vitleysa
Skoðun 3. október 2025

Kregðubólusetningar - val eða vitleysa

Kregða þýðir sá sem étur lítið.  Kregðusýkillinn telst til s.k. berfryminga (Myc...

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar
Skoðun 3. október 2025

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar

Við hugsum oft um almannavarnir sem viðbragð við náttúruhamförum, farsóttum eða ...

Varðveisla erfðaauðlinda
Skoðun 2. október 2025

Varðveisla erfðaauðlinda

Búfé og plöntur hafa fylgt manninum í um 10.000 ár eða frá þeim tíma sem maðurin...

Sterkir innviðir — sterkt samfélag
Skoðun 2. október 2025

Sterkir innviðir — sterkt samfélag

Í nýliðnum ágúst átti ég milliliðalaust samtal við íbúa og sveitarstjórnarfólk á...

Hernaðurinn gegn Hamarsdal
Skoðun 2. október 2025

Hernaðurinn gegn Hamarsdal

Góðir lesendur. Heggur sá er hlífa skyldi.  Ég fordæmi ákvörðun umhverfisráðherr...

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi
Skoðun 1. október 2025

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi

Dagana 9.–11. september fóru tveir fulltrúar Skógardeildar Bændasamtaka Íslands ...

Gætum að geðheilsunni
Skoðun 29. september 2025

Gætum að geðheilsunni